Freyr - 01.08.1965, Side 15
PRE YR
251
hagsaðstoðar ríkisvaldsins til að gera þetta fram-
kvæinanlegt."
Samþykkt samhljóða.
II. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda, hald-
inn að Eiðum 19—20. júní 1965. felur stjórn sam-
bandsins að athuga möguleika á því, að bændur
fái aðstöðu til þess að hafa forfallahjálp á félags-
legum grundvelli og fá til þess aðstoð með lög-
gjöf."
Samþykkt samhljóða.
III. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965
beinir því til stjórnar sambandsins, að hún beiti
sér fyrir því, að heimild verði veitt, til að frá-
dráttur á tekjum við skattframtal vegna vinnu
eiginkonu við búreksturinn verði hækkaður
a.m.k. til samræmis við hækkaðan persónufrádrátt
og almenna hækkun vinnulauna."
Samþykkt samhljóða.
IV. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965
felur stjórn sambandsins að beita sér fyrir því, að
viðhald girðinga verði í verðlagsgrundvelli reikn-
að sem hundraðshluti af stofnkostnaði þeirra,
t. d. 10%, enda verði kostnaðarverðið ákveðið ár-
lega í samræmi við efnis- og vinnukostnað."
Samþykkt samhljóða.
V. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965
beinir því til stjórnar sambandsins að hraða ráðn-
ingu manns til að túlka málefni bænda og halda
uppi vörnum fyrir stéttina á opinberum vett-
vangi."
Samþykkt samhljóða.
VI. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965
telur brýna nauðsyn að fella niður eða lækka
verulega tolla af búvélum og rekstrarvörum iand-
búnaðarins og felur stjórn sambandsins að vinna
að því við Alþingi og ríkisstjórn."
Samþykkt samhljóða.
VII. „Út af tillögu frá Búnaðarsambandi Borg-
arfjarðar um fundartíma (20. ág.) samþykkir aðal-
fundur Stéttarsambandsins, að stjórn þess ákveði
fundartíma hverju sinni. Jafnframt athugi
stjórnin, hvort ekki sé nauðsyn, að fundinum séu
ætlaðir þrír dagar til starfa."
Um tillögu þessa urðu miklar umræður
og tóku til máls: Helgi Símonarson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, Lárus Sigurðsson,
Sveinn Jónsson, Hermóður Guðmundsson,
Ólafur Bjarnason og Engilbert Ingvarsson,
sem bar fram eftirfarandi dagskrártillögu:
„Fundurinn sér ekki ástæðu til að taka afstöðu
til þessa máls og tekur fyrir næsta mál á dagskrá."
Dagskrártillaga þessi var felld með 18
atkv. gegn 13.
Aðalsteinn Jónsson óskaði eftir, að aðal-
tillagan yrði borin upp í tvennu lagi. Varð
fundarstjóri við þeirri ósk og tók Árni Jón-
asson til máls um þá tilhögun.
Síðan var tillagan borin upp í tvennu
lagi og var fyrri liðurinn samþ. með þorra
atkvæða gegn 2, en síðari iiðurinn sam-
hljóða.
VIII. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965
felur stjórn sambandsins að vinna að því, að kom-
ið verði á skipulegu mati á innlendum fóðurvör-
um. Jafnframt verði unnið að því, að inn verði
fluttar betri fóðurvörur en nú er.“
Samþ. samhljóða.
IX. „Aðalfundurinn skorar á stjórn Stéttar-
sambandsins að beita sér fyrir því, að launaskatt-
ur atvinnurekenda til húsnæðismála I kaupstöð-
um, sem lagður var á sl. ár á sláturhús, mjólkur-
bú og atvinnurekendur í sveitum, verði látinn
renna til Stofnlánadeildarinnar eða felldur niður
að öðrum kosti."
Samþ. samhljóða.
X. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965
telur, að taka beri upp aftur þann hátt að senda
öllum bændum í landinu Félagstíðindi Stéttar-
sambands bænda á kostnað samtakanna."
Um tillöguna urðu allmiklar umræður
með og móti og tóku til máls: Vilhjálmur
Hjálmarsson, Einar Ólafsson, Sveinn Jóns-
son, Helgi Símonarson, Sæmundur Frið-
riksson, Þorsteinn Sigurðsson, Benedikt
Grímsson og Ingvar Guðjónsson.
Frá Vilhjálmi Hjáimarssyni kom fram
eftirfarandi breytingartillaga: