Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 6
SIGURJÓN STEINSSON:
BúfjÁmektArstöðin
ÁLunrfí
Búfjárræktarstöðin Lundi, við Akureyri, er
eign Nautgripasambands Eyjafjarðar —
S. N. E., eins og félagsskapurinn er nefndur
í daglegu tali og rekin er af því. í S. N. E.
eru nú 12 nautgriparæktarfélög og á árinu
1968 skiluðu bændur úr þessum félögum
skýrslum yfir 4.728 kýr.
S. N. E. var stofnað árið 1929, og varð því
40 ára á s.l. ári, en Búfjárræktarstöðin tók
ekki til starfa fyrr en árið 1955, þegar sam-
tökin keyptu jarðirnar Lund og Rangár-
velli.
Tilgangurinn, með því að stofna til bú-
reksturs á þessum jörðum, var sá að hefja
afkvæmarannsóknir á nautum, sem var þá
talið mjög aðkallandi, til þess að treysta
kynbótastarfið. Þó staðarvalið kostaði
vangaveltur og kaupin á jörðunum væru
stórt skref að settu marki, þá var þetta
aðeins byrjunin. Húsakostur var auðvitað
ekki fyrir hendi. Því þurfti að hefjast handa
að bæta hann og auka. Ræktun var allt of
lítil og áríðandi að auka hana sem allra
fyrst. Verkefnin voru því ærin, en allt gekk
þetta eftir vonum og fyrstu afkvæmahóp-
arnir báru haustið 1957. Þessir tilraunahóp-
ar voru í gamla fjósinu á Lundi, ásamt
nokkrum öðrum kúm, sem hafa verið kall-
aðar búskýr, en það hafa kýrnar verið
nefndar, sem ekki eru í rannsókn.
Haustið 1958 var svo flutt í nýtt 48 kúa
fjós, ásamt mjaltahúsi og hlöðu, sem tekin
var í notkun þá um sumarið. Eftir áramótin
1958—59 var farið í að breyta gamla fjósinu
á Lundi í nautafjós og sæðingarstöð og
þangað fluttist starfsemin af Grísabóli, þar
sem sæðingarstöðin hafði verið frá byrjun,
en hún tók til starfa 1946.
Sigurjón
Steinsson
ráðunautur
S. N. E.
Búið var fyrst sjálfbjarga með heyskap
sumarið 1959 og hefur verið það að mestu
síðan, þó nokkrir hektarar hafi farið til
bæjarins undir húsalóðir, en þar á móti hef-
ur verið aukið við land, sem stöðin hefur
fengið afnot af.
í desember árið 1964 var flutt í nýtt fjós
á Rangárvöllum, fyrir kálfa og kvígur í
afkvæmarannsóknirnar, og einnig er þar
húsrými fyrir naut. Fram að þessum tíma
hafði uppeldið farið fram í bröggum, sem
reistir voru til bráðabirgða er starfsemin
hófst. Segja má, að þegar þessum áfanga
var náð, hafi verið lokið við að byggja bú-
fjárræktarstöðina upp eins og upphaflega
var stefnt að, og nú var pláss fyrir 160—170
gripi og hlöður fyrir 3.300 rúmmetra af heyi.
Vinnuaðstaða við skepnuhirðingu var nú
orðin góð og öll dagleg störf urðu auðveldari
en á fyrstu árunum.
Búið hefur átt, nú síðari árin, þrjár drátt-
arvélar og einn jeppa með nauðsynlegum
tækjum og heyskapur verið ca. 3.000 hest-
burðir. Síðan nýja fjósið á Lundi var tekið
í notkun árið 1959, hefur gripafjöldi verið
áþekkur og sé miðað við haustásetning
hefur hann verið þessi: 48 kýr og þar af
28—35 í afkvæmarannsóknum, 40 kvígur
eins árs, 40 kálfar, sem safnað er í ágúst og
september og ca. 20 naut á ýmsum aldri, eða
alls um 150 gripir.
Ræktað land er nú um 70 hektarar og
hægt að auka það ofurlítið.
142
f IEYR