Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 10
 HJA ... Ár Bar Kálfurinn Hæsta nyt Ikg. Mjólk kg- Fita % Fitu- einingar Geld vikur Kjarnfó&ur kg Athugasemdir Faöír Litur Kyn Nolkun fóftur- Undanr. o. (1. m £ /Tl. J. /// AMd /7 //.237 - Jd/J. 'ÍS Á J. M U.7S/ 2.9/ /f.?0£ 5 £22 30S ~ 2. ~ 'U /3A JJÍ&rvÁuS- Æ Á /. 2/3 Ó. i3L /3i 2/./U - /Oí/ %7 '% A. m. J. 2b.s £/SZ /M 22/£3 2 97/ 'it £. 22.Z b.ðSZ V.3S 27.Í3J - /y£z 30// R. /n. C/Je. 2U U7<* h'.Zt J2.379 /yoo cr- ■7 ÁJ /~4 'M 4 a...... S.frl... y.3/ M-7.!/.... 19.000 f. e. Áreiðanlega stafar þessi munur fyrst og fremst af misgóðri fóðrun og marg- víslegri umhirðu, en ekki af því að kýrnar séu misgóðar nema að litlu leyti. Ef þeir bændur, sem nú eru undir meðaltali með afurðir eftir kýr sínar, næðu því, þá mundu meðalafurðir stórhækka svo ekki sé talað um, að markmið væri sett ögn hærra, sem er sjálfsagður hlutur. Þetta ætti að nægja til þess að sýna fram á, að möguleikar til aukinna afurða eru miklir. Það er ánægjulegt að geta sýnt fram á árangur síðustu ára og um leið ætti það að vera okkur hvatning á framfarabrautinni á komandi árum. Möguleikarnir hafa aldrei blasað eins augljóslega við okkur og nú, því ber að fagna og samkvæmt því á að vinna að naut- griparæktinni á næstu árum. * * * Hér hafa verið nefndar allmargar tölur, sem eiga að skýra í stórum dráttum þróun- ina síðustu árin, og þó tölur séu yfirleitt ekki talinn skemmtilestur, þá er erfitt að ganga fram hjá þeim, fyrir utan það, að ráðunautar, sem hlotnazt hefur það hlut- skipti að gera lítið annað en skrifa tölur, hljóta að nota hvert tækifæri til þess að hampa þeim. Ókunnugum finnst ef til vill, að búskapn- um á Lundi hafi verið gerð lítil skil. Því er til að svara, að öll starfsemi S. N. E. fer fram hér á Lundi og er því að meira og minna leyti samofin búskapnum. Afkvæma- rannsóknirnar, sæðingarstöðin og uppgjör á öllum skýrslum, eiga sína bækistöð á Lundi; þar er undirstaða félagsstarfsins og það er ekkert rangnefni að allt er þetta bú- skapur. Það er ekkert vafamál, að þessi bú- skapur hefur orðið happadrjúgur fyrir ey- firzka bændur, og er það ekki í efa dregið að þeirra hlutur er stór og þó raunar allur, þegar á það er litið, að þetta er þeirra eign. Búið er að afkvæmarannsaka 24 naut á stöðinni og útkoma einstakra nauta hefur verið mjög misjöfn. Þó að það sé mest spennandi að finna góðu nautin, þá er hitt eflaust mest um vert, að koma í veg fyrir notkun á þeim lélegustu. Hvernig þessi mál þróast næstu árin er ekki gott að segja, en eflaust hyllir nú undir ný viðhorf, sem kalla á breytingar. Það er eðlilegt og ekki mun standa á eyfirzkum bændum að leggja þessum málum lið. Þeir vita, að gegnum búskap sinn á Lundi hafa þeir bætt hag sinn, en það sem meira er: þeir sjá meiri möguleika í ræktunarstarfinu framvegis, en hingað til. Því mun ekki standa á þeim að leggja þeim málum lið, er til bóta horfa. 146 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.