Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 7
Búfjárræktarstöðin Lundur, Akureyri,
Við búið starfa fjórir menn vetrarmánuð-
ina en að auki þrír menn yfir annatímann.
Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur
helztu atriðin, er veigamest hafa verið í
uppbyggingarstarfinu og er ekki að efa, að
framkvæmdir hafa á hverjum tíma snúizt
inn í bústörfin og stundum þá erfitt að
greina þar á milli.
Nú var ætlazt til þess, að sagt væri frá
búskapnum og þá væntanlega hvernig
reksturinn hefur gengið fjárhagslega, og
hins vegar hvernig til hefur tekizt með það
verkefni, sem ætlað var að leysa — af-
kvæmarannsóknimar — að finna góð naut.
Þegar athuguð er hin rekstrarlega niður-
staða búsins hvert einstakt ár, ber að hafa
einkum tvennt í huga, sem mestu veldur
hvernig til tekst. í fyrsta lagi, hvernig reyn-
ast tilraunakvígurnar, mjólka þær vel eða
eru þær lélegar. Séu kvígurnar lélegar
verður mjólkurinnleggið lítið og þessi mun-
ur hefur orðið allt að 40.000 kg milli ára.
Getur hver sem er séð hvað þetta gerir í
krónum til og frá. Láta mun nærri, að and-
virði helmings þessa mismunar verki sem
nettóarður í reikningsskilum hvers árs. Þá
er hitt atriðið, sem er bein afleiðing af því,
sem þegar hefur verið nefnt, en það er, að
ef við erum með lélegar kvígur, þá seljast
þær fyrir lágt verð, ef nokkur vill kaupa.
Eftirspurnin ræður auðvitað nokkru um
verðið, en fyrst og fremst eru það gæði
kvíganna. Tilraunakvígurnar eru seldar á
haustin, eftir að þær hafa lokið sínu fyrsta
mjaltaskeiði, og hefur salan yfirleitt geng-
ið greiðlega, og á burðartíminn eflaust mik-
inn þátt í því, því alltaf er mikil eftirspurn
eftir kúm, sem bera fyrripart vetrar.
Fleira kemur auðvitað til, til þess að hafa
áhrif á afkomuna og eru stórir sveifluvaldar
í búskap almennt, eins og tíðarfar og verð-
lag.
Á það ber auðvitað að líta, að þetta er
tilraunabú, og verkin hljóta að ganga nokk-
uð á annan veg, en í venjulegum búskap.
Búið hefur skilað ofurlitlum rekstraraf-
gangi flest árin, og þó ekki hafi verið um
stórar upphæðir að ræða hvert ár, þá er
það til samans öll árin nokkur upphæð. Það
skal tekið fram, varðandi reikningsuppgjör,
að búreksturinn hefur ekki verið látinn
borga aðra leigu en vexti af lánum og af-
skriftir á vélum, og svo viðhald á mann-
virkjum.
Búið hefur fengið framlag frá ríkinu, sem
nemur rétt um 150 þúsundum króna árlega
síðan 1957, og Mjólkursamlag K. E. A. hefur
lagt fram svipaða upphæð. Alls frá Bún-
F R E Y R
143