Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 30

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 30
Mjólkin flutt tvisvar í viku Félagsblað sænskra bænda sagði frá því í nóvember, að þá hefði verið gerð tilraun í Kalmarleni í Svíþjóð með að flytja mjólk- ina frá bændum aðeins fjórða hvern dag eða tvisvar í viku. Það voru 13 bændur, sem stóðu að til- rauninni, undir stjórn ráðunautar í mjólk- urmálum. Árangurinn varð sá, að mjólkin reyndist betri en hjá þeim, sem fluttu ann- anhvern dag. Það leiddi til þess, að gera skyldi aðra tilraun þar sem 60 framleiðend- ur yrðu þátttakendur. Líklega er tilraun þessi í gangi nú í vetur og má því vænta árangurs af aðferðinni síðar. Þess er getið í sambandi við frásögn um tilraun þessa, að hitastigi mjólkurinnar hafi alltaf verið haldið tveim stigum neðar en venja er og tekin sýni til bakteríutalningar tvisvar í mánuði. Sumarið var óvenju heitt á umræddu svæði og gerðu því flestir ráð fyrir, að að- ferð þessi yrði óhæf talin og að ótal vand- kvæði yrðu til þess að þetta tækist ekki. í upphafi var gert ráð fyrir að öll mjólkin færi til vinnslu og svo var gert fyrst án þess að nokkur vandi væri með framleiðsluna, en síðar var farið að taka hana sem neyzlu- mjólk, þegar það sýndi sig, að bakteríu- magnið var minna en í annarri mjólk. Þess er getið, að hreinlætisráðstafanir all- ar voru vandaðar og er talið, að slíkt hafi þýðingu fyrst og fremst. Þess er ekki getið hvort mjólk frá hverju máli hafi verið kæld áður en blandað var í tankinn, en sennilegt er að svo hafi verið. Hinsvegar er frá því sagt, að vandlega hafi verið gætt að því, að spenagúm væru ó- sprungin og hrein og bezt reyndist sú mjólk, sem handmjöltuð var. Fróðlegt verður að frétta um áframhaldið því að mjólkurflutningavandamálið er ei- líft vandamál. Frá: RANNSÓKNASTOFNUN FISKIÐNAÐARINS Yfirlit yfir efnasamsetningu algengustu fiskmjölstegundanna. Tölur framan við leikasvið hvers fiskmjöls. Hráprótein Hráfita Vatn Aska Salt Tegund mjöls % % % % % Síldarmjöl 72 (67—76) 9 ( 6—10) 8 (4—11) 10 ( 8—12) 1 (0,5-2) Loðnumjöl 67 (62—70) 12 ( 8—14) 8 (4—11) 11 ( 8—12) 2 (1 -3) Þorskmjöl 65 (55—70) 3(1-6) 8 (4—11) 22 (18—30) 2 (1 -3) Karfamjöl 61 (57—65) 9 ( 7—10) 8 (4—11) 21 (17—25) 1 (0,5-2) Steinbítsmjöl 62 (58—65) 13 (10—15) 8 (4—11) 16 (15—25) 2 (1 -3) Grálúðumjöl 62 (60—65) 13 (11—14) 8 (4—11) 15 (12—18) 1 (1 -2) Lifrarmjöl 39 (35—45) 43 (35—50) 5 (3—10) 5(5-7) 1,5 (1-2) Hvalmjöl 68 (63—70) 5(3—8) 6 (4—10) 20 (16—24) 1 (1 -3) Rækjumjöl 55 (50—57) 6 ( 5—13) 8 ( ? ) 20 ( ? ) 4 ( ? ) Humarmjöl 33 (30—35) 1 ( ? ) 8 ( ? ) 45 (40—50) 3 (3 -4) 166 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.