Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 36
Tafla V.
Meðalvaxtarhraði tilraunalambanna g á dag
Bæöi kyn Ekkert kjarnf. 250 g fóðurbl. 450 g fóðurbl,
Tala Á túni frá fæðingu til 15 16 16
2. júní 281 297 306
Frá 2. júní til rúnings 300 341 324
Tala lamba við rúning 14 15 13
Frá fæðingu til rúnings 291 329 320
Frá rúningu til 1. okt. 222 245 265
Frá fæðingu til 1. okt. 249 274 281
Á túnbeitartímabilinu, sem stóð frá 18.
maí til 9. júní er einlembunum var sleppt
á úthaga, var vaxtarhraði lamba af báðum
kynjum 25 g meiri á dag í 450 g fóður-
blönduflokknum en í þeim flokki, sem ærn-
ar fengu eingöngu töðu, en aðeins 9 g meiri
en í 250 g fóðurblönduflokknum. Eftir að
ánum var sleppt á úthaga og fram að rún-
ingu 2. júlí, eykst vaxtarhraðinn í öllum
flokkum, og virðist því sem ærnar hafi ekki
fengið fullnægt fóðurþörf sinni á túninu,
eins og kom fram hjá fóðurblönduflokkun-
um í tvílembutilrauninni. Mest er vaxtar-
hraðaaukning hjá lömbum í 250 g fóður-
blönduflokknum, en vaxtarhraðinn er mest-
ur í öllum flokkum á þessu tímabili.
Yfir allt tímabilið, frá sauðburði til rún-
ings, er vaxtarhraðinn mestur í 250 g fóður-
blönduflokknum, og munar þar mestu hve
lömbin í þessum flokki uxu vel eftir að
ánum var sleppt á úthaga. Frá rúningu og til
hausts fer vaxtarhraðinn minnkandi í öll-
um flokkum, og er hann minnstur í þeim
flokki, er ærnar fengu ekkert kjarnfóður
eftir burðinn, en mestur í 450 g fóður-
blönduflokknum. Bendir þetta, eins og í til-
rauninni með tvílemburnar, til þess að þær
ær, sem fengu mesta magn af kjarnfóðri,
hafi verið bezt undir sumarið búnar og
haldið lengst á sér.
Yfir allt vaxtarskeiðið 134 daga er vaxtar-
hraði lambanna í 450 g fóðurblönduflokkn-
um aðeins 7 g meiri á dag til jafnaðar en í
250 g fóðurblönduflokknum en 32 g meiri
en í þeim flokki, þar sem ærnar fengu ekk-
ert kjarnfóður. Er þetta mjög í samræmi við
niðurstöður í tilrauninni með tvílemburnar.
Tafla VI sýnir meðalsláturafurðir tilrauna-
lambanna af báðum kynjum.
172
F R E Y R