Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 5

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 7-8 — Apríi 1970 66. órgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfust|órn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GfSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 390, REVKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK ÁskriftarverS kr. 300 árgangurinn Ritstjóm, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Basndahollinni, Reykjavík — Siml 19200 PrentsmiSia Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI: FóSur og fóðurgildi Búfjárrœktarstöðin á Lundi Lög og reglugerðir um loðdýrarœkt Fóðurbíll Af hverju kemur kalið? Gammaglóbúlín Ur Rangárþingi Frá fóSureftirlitinu Mjólkin flutt tvisvar í viku SmásöluverS á neyzluvörum I nóvember 1969 Tilraunir með kjarnfóður handa ám Ráðstefnur og námskeið Rotmakk Kverk Bór og molybden Fréttir Mjólkurframleiðsla Nýr kartöflusetjari Hollenzk garðyrkja Molar Fóður og fóðurgildi Á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins er í gangi sérstákur liður starfsemi, sem varðar fóðureftirlitið. Það felzt í því að annast umsjón með, að bændur fái sannan- lega þá vöru í kjarnfóðri og kraftfóðri, sem forskriftir, er fylgja fóðrinu, segja til um. Forskriftirnar segja úr hvaða efnum umrœdd fóðurefni eru gerð hverju sinni og hvert sé gildi þeirra. Við rann- sóknir er hægt að staðfesta hvort innihald og gildi vör- unnar sé það sem lofað er. Niðurstöður um það eru að sjálfsögðu allar tölulegar og yfirlit um þau efni, ef birt eru á prenti, hljóta því að vera töflur. t þessu hefti Freys birtast í annað sinn tölur, sem segja bændum hvaða efnamagn og hvaða gildi fóður það hefur haft, sem þeir hafa notað að undanförnu og þá um leið hvort það hefur verið efnt, sem lofað var um gildi hverrar fóðurtegundar. Ýmsum þykja tölur og töflur lítt girnilegar til lestrar, enda ekki til þess ætlazt, að tölur séu lesnar í þulu, heldur skoðaðar sem stœrðfræðilegar staðreyndir um ákveðið gildi. Það er nú svo, að um liðin ár hefur maður mætt því allt of almennt meðal bœnda, að til umræðu hefur verið hvað pokinn kostaði af þessari eða hinni fóðurvöru, einatt án tillits til þess hve mörg kg séu í pokanum og þaðan af síður með tilliti til hve margar einingar fóðurgildis þar eru. Þetta segir sitt um viðhorf bœnda til hagrænna efna i búskapnum. Það segir sig sjálft, að gildi fóðursins vegur þyngst á metunum oa til viðhalds eða afurða hafa skepn- urnar ekkert gagn af því, sem þær geta ekki nýtt þó að það vegi mörg ka í hverjum poka. Það er fóðureininga- gildið, það er próteinið, steinefnin og önnur efni, lífræns eðlis, sem gefa fóðrinu samanlagt gildi þess. Þið, bændur, eigið alltaf að líta á fóðurgildi og nefnd atriði hverrar fóðurvöru, til þess að sannfærast um raun- veruleikann, en fjöldi kílógramma í pokanum er auka atriði. Tölurnar frá fóðureftirlitinu, sem FREYR birtir í þessu hefti, eru staðfesting á gildi þess, sem þið hafið keypt að undanförnu. Þær sanna hvort þið hafið keypt köttinn í sekknum eða ekki. G. F R E Y R 141

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.