Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 45

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 45
Hér er áburðurinn og útsæðið komið í kassana og allt tilbúið. Setningin í fuilum gangi. Nýr kartöflusetjari í Þykkvabæ var í fyrra tekin í notkun ný kartöflu- setningavél. sem breytir mjög vinnubrögðum við kartöflusetninguna. Fyrir um hálfu þriðja ári sendu brezku Howard verksmiðjurnar. sem hér á landi eru vel þekktir framleiðendur jarðtætara og áburðardreifara, á markaðinn nýja kartöflusetningarvél, sem af fróðum mönnum er talin marka tímamót í þessari fram- leiðslugrein. Það eru einkum tvö atriði, sem þessu valda. marg- föld afköst á við eldri vélar, og sá möguleiki að geta nú sett niður fuilspíraðar kartöflur, með sjálfvirkri vél. Fyrsta vélin af þessari tegund var í fyrra flutt inn af umboðsmönnum Howard verksmiðjanna hér á landi, GLÓBUS hF., og kaupendur þeir Hafsteinn Einarsson, Páil Guðbrandsson og Sigurbjartur Guð- jónsson oddviti. en þeir búa féiagsbúi í Hávarðar- koti í Þykkvabæ. Vélina notuðu þeir félagar s. 1. vor, og reyndist hún prýðilega, bæði hvað afköst og vinnubrögð snertir. Segir Sigurbjartur, að tveir menn setji leikandi í 3—4 hektara á dag með vélinni. og dreifa áburðinum um leið þar að auki. Til samanburðar má geta þess, að með eldri vélum þótti gott ef 3 menn setu í hektarann á dag, og er þá dreifing áburðarins eftir. Við setninguna þarf tvo menn, einn á dráttar- véiina og annan til að fylgjast með setningunni. Vélin setur í tvær raðir í einu. Kartöflurnar eru látnar í kassa fremst á vélinni og renna þær úr honum niður á veltiás, sem skilar ea. 10 kartöflum í einu niður í V-laga færiband, er síðan skilar þeim með jöfnu bili niður í sáðlappirnar. Bilið miiii kartaflnanna í röðinni er stillanlegt frá 15—20 cm og bilið á milli raða frá 66—90 cm. Aftast á véiinni eru 2 áburðarkassar. sem rúma um 200 kg af áburði. Aburðurinn er felldur niður beggja vegna við kartöflurnar, og er áburðargjöfin stillanleg frá 500—3.200 kg á hektarann. Sigurbjartur telur, að helzta vandamáiið við setn- inguna sé hversu kekkir í áburðinum vilja stífla áburðarrásina, og tefja verkið. Við setninguna hefur reynzt hentugast að aka á 10—12 km hraða og hafa ca 3—400 metra iagar raðir. Notuð hefur verið um 60 hestafla dráttarvél M. F,- 165. Hollensk garöyrkja í gróðurhúsum Eins og getið hefur verið áður á molasíðu Freys, eru Hollendingar stærstir allra þjóða á sviði gróðurhúsa- garðyrkju, cnda mikil garðræktarþjóð um aldir, sem hefur sérhæft sig meira á ýmsum sviðum en til þekkist nokkurs staðar í öðrum Iöndum. í gróðurhúsum rækta Hollendingar að nokkru sömu tegundir og við, og tómatar og gúrkur eru þeirra þýðingarmestar. Ræktun grænmetis og ávaxta undir gleri er óhemju umfangsmikil. eins og eftir- farandi tölur bera með sér, þó fer flatarmál á þessum vettvangi minnkandi á kostnað blómaræktunar, sem virðist öllu arðvænlegri. Meginframleiðsla Hollendinga fer til útflutnings, til Þýzkalands, Svíþjóðar, Sviss o. fl. landa. Flatarmál undir gleri: 1968 1969 Tómatar 3.307 ha 3.238 ha Gúrkur 862 „ 842 „ Súrsgúrkur 186 „ 205 „ Annað grænmeti s. s. salat, jarðaber, paprika 937 „ 969 „ Alls 5.292 ha 5.254 ha Ávextir, eins og vínber, ferskjur m. m. voru rækt- aðir á 265 ha árið 1968, en 219 ha í fyrra. Ávaxta- ræktunin hefur því minnkað um 18% frá árinu áður, sem stafar af því, að hún er ekki lengur arðvænleg, fyrst og fremst sökum mikils tilkostnaðar við um- F R E Y R 181

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.