Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 17
ÖLVIR KARLSSON: Úr Rangárþingi Þegar farið er austur Flóann, sem þjóðleið liggur og austur, yfir Þjórsá, taka Holtin við milli Þjórsár og Ytri-Rangár. Allt fram undir síðustu aldamót voru tveir hreppar á þessu svæði, það er að segja Landmannahreppur og Holtamannahrepp- ur. Holtamannahreppur mun þá hafa verið einn af víðlendustu og fjölmennustu hrepp- um landsins. Árið 1892 var Holtamanna- hreppi skipt í tvo hreppa eða Holta- og Ása- hrepp. Ásahreppi var svo aftur skipt árið 1936 í tvo hreppa Ása- og Djúpárhrepp. Þannig eru nú milli Þjórsár og Ytri-Rangár fjórir hreppar, Djúpárhreppur, Ásahreppur, Holtahreppur og Landmannahreppur. Á þessu svæði skiptast á grösug mýrar- flæmi og mikil holt, allt saman land, sem er vel fallið til ræktunar. Þeir, sem ferðast um á þessum slóðum, tala um, að þarna sé mikið ónumið land og það er að vissu leyti rétt, en víðast hvar er þó búið að ræsa fram mýrarflákana og einnig að kílræsa, sem er fyrsta verkið til að breyta þessu landi í gott beitiland og töðuvelli. Inn til landsins liggja afréttir þessara hreppa: Landmannaafréttur og Holta- mannaafréttur, víðlendir afrééttir en frem- ur hrjóstrugir. Á Landmannaafrétti eru veiðivötnin, en þangað leitar fjöldi ferðamanna á hverju sumri til að njóta hvíldar og hressingar við blátær heiðavötn og renna fyrir silung um leið. Veiðifélag Holta- og Landamanna hefur á undan förnum árum lagt í mikinn kostnað við að rækta upp fisk í Veiðivötnum, einnig hefur veiðifélagið komið skipulagi á veið- arnar, með því að takmarka stangafjölda og leyfa ekki veiði í nema helmingi af vötn- unum á hverju ári. Er þarna hafið hið merk- asta ræktunarstarf, til gagns og yndisauka. Á s.l. vori mun hafa verið flutt samtals nær 6000 fjár á þessa afrétti. Mun láta nærri, að Landmannaafréttir og Þóristung- ur séu full setnar samkvæmt þeim beitar- þolsrannsóknum, sem þar hafa verið gerðar. Holtamannaafréttur mun aftur á móti geta borið um 4000 fjár fleira en þangað var flutt. Um það eru skiptar skoðanir með bænd- um, hvort heppilegt sé a nýta þessa afrétti, kostnaður við smölun þeirra er mjög mikill. Þó er á það að líta, að féð hefur yfirleitt komið vænt af þessum afréttum á haustin, og með þessu hefur verið létt á heimahög- F R E Y R 153

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.