Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 19

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 19
læk, sem Kaupfélagið þar rekui. \'inna þar nú 6 menn. í fyrra leit út fyrir, að um verk- efnaskort yrði að ræða. Hjá því varð þó komizt, með því að hefja ýmis konar ný- smíði. Gaf það mjög góða raun. Þannig er nokkur visir að byggðarkjarna kominn í kringum Kaupfélagið á Rauðalæk. Rétt við brúna á Ytri-Rangá, en í Djúpár- hreppi, var fyrir nokkrum áru mreist tré- smíðaverkstæði, sem hlutafélagið Rangá rekur. Þetta verkstæði hefur haft mikil verkefni og séð um smíði fjölda íbúðarhúsa og gripahúsa víðsvegar um héraðið og jafn- vel víðar. í Búð í Þykkvabæ er bíla- og viðgerðar- verkstæði; annast það aðallega viðhald og viðgerðir véla fyrir Þykkbæinga. Ein verzl- un er í Þykkvabænum ,verzlun Friðriks Friðrikssonar, Miðkoti. Þannig eru þrjár verzlanir í þessum fjórum hreppum, tvö bíla- og viðgerðarverkstæði og eitt tré- smíðaverkstæði. * * * Mjólkurframleiðsla er uppistaðan í bú- skapnum á þessu svæði. Þó eru víða stór fjárbú, sérstaklega í Landmannahreppi. Samtals voru lagðir inn hjá Mjólkurbúi Flóamanna árið 1968 rúmlega 4,6 milljónir lítra úr þessum fjórum hreppum. Mjólkur- framleiðslan hefur þó farið minnkandi og var nú tæpum hundraðþúsund lítrum minni en fyrir átta árum síðan. Margir bændur, sem hafa þurft að endurbyggja fjós sín, hafa ekki talið það svara kostnaði að leggja í svo fjárfrekar framkvæmdir, með tilliti til þess, hve mjólkurframleiðsla er nú óarðgæf, og hafa þeir tekið upp aðra búskaparhætti. Þetta er sérstaklega áberandi í Djúpár- hreppi, þar hefur kúm verið fækkað á fáum árum um eitt hundrað. Eru aðaltekjur bænda þar nú af kartöflurækt. Munu hafa verið settar þar niður kartöflur í um það bil tvö hundruð til tvö hundruð og þrjátíu hektara s.l. vor. Ekki verður þó sagt, að sú ræktun sé áhættulaus, ekki einu sinni á þeim slóðum. Eru garðlönd þó eins góð þar og frekast verður á kosið, — sandborinn moldarjarðvegur. Næturfrost hafa oft dreg- ið þar úr uppskeru og valdið nokkru tjóni á kartöfluökrunum. Síðastliðið vor voru kartöflur settar þar niður með seinna móti, vegna þess hve mik- ill klaki var í jörðu. Var þá fengin mikil- virk jarðýta með svokölluðum ripper til að rífa upp klakann, svo hægt væri að fara yfir garðlöndin og flýta fyrir niðursetningu. Allir bændur þekkja það erfiði og þá fyrirhöfn, sem er við flutning og tilfærslu á sekkjuðum fóðurvörum. Nú hefur K. F. Rangæinga hafið könnun á því á félags- svæði sínu. hversu margir bændur vilja setia upp síló eða fóðurstíur til að geta veitt móttöku fóðurvörum úr búlkbíl, en Kaup- félagið hyggst kaupa slíkan bíl.1 Almennur áhugi mun vera fyrir þessum framkvæmd- um, enda lækka fóðurvörurnar verulega í verði með tilkomu þessarar tækni, auk þess sem miklu erfiði er létt af þeim, er annast fóðrun gripanna. Á síðustu tveimur áratugum hefur mikil unobvgging átt sér stað á milli Þjórsár og Ytri-Rangár, eins og annars staðar í sveitum landsins. Við lauslegt yfirlit virðist, að meira en helmingur af íbúðarhúsum á þessu svæði hafi verið endurbættur eða endurbyggður á þessu tímabili, auk þess sem flest útihús á jörðunum hafa einnig verið reist á þessum árum. Þetta hefur verið hraðfara sókn við að byggja upp og rækta landið. Þeir bænd- ur, sem þessi verk hafa unnið, hafa ekki verið í hópi þeirra, sem hafa alheimt dag- laun sín að kveldi, heldur hafa þessi verk verið unnin vegna trúar á íslenzka gróður- mold, trúar á gildi sveitarmenningar fyrir bióðina og löngunar til að búa í haginn fyrir þá, sem við vilja taka við og nýta sem mest af gæðum landsins. i Síðan þetta var skráð hefur framkvæmdin orðið að veruleika. F R E Y R 155

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.