Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 46
hirðu. Til samanburðar við áðurnefndar tölur má
geta þess að hér á landi munu ræktaðir tómatar á
um það bil 4 ha, gúrkur á 0,8—0,9 ha og vínber "
0,12 ha .
ívíun því þurfa nokkra aukningu í gróðurhúsum
hér áður en hægt er að fara að tala um hugsanlegan
útflutning á gróðurhúsaafurðum og þar með sam-
keppni við Hollendinga.
Veðurfar er milí í Iiollandi og vetrarhörkur yfir-
leitt ekki algengar og standa sjaldan lengi .
Gróðurhús Hoilendinga eru afar léttbyggð og því
mun ódýrari en gerist í N.-Evrópu, enda myndu slík
hús vart standast þar veður, hvað þá hér á landi. Til
upphitunar er ýmist brennt olíu (svört eða létt olía
eftir stærð stöðva) eða jarðgasi, sem gnægð virðist af
í nyrzta héraði landsins, svo og í sjó norðvestur af
landinu.
Uppblásiö plastgpóðurhús
í grein um ylrækt rekin sem stóriðja hér á Iandi, er
birtist í Morgunblaðinu þann 20. des. 1969, er þess
getið, að Goodyear Tire & Rubber fyrirtækið í Ohio,
U. S. A., framleiddi hús úr gegnsæju plasti, sem
blásin eru upp með Iofti og haldið þannig á Iofti án
nokkurra innri stoða, Var tekið sem dæmi að eitt
hús gæti þakið 2 ha. í tímaritinu World Farming
12 tbl. 1969 er mynd af uppblásnu plastgróðurhúsi
frá umræddu fyrirtæki, en það hús þekur eina ekru,
eða rúmlega 4000 m~ og er 6,5 m á hæð.
Tekið er fram að umrætt hús sé talið hið stærsta
í heimi sinnar tegundar. Það, að hús þetta skuli vera
laust við súlur, opnar leið til þess að vélvæða ýmis
störf fullkomlega, en gróðurhús þau, sem rekin eru
nú, útiloka möguleika á slíku nema að litlu leyti,
segir í greininni. Hér skal tekið fram, að þetta er
ekki nema að mjög litlu leyti rétt. Gróðurhús, sem
byggð eru í dag víðast hvar, eru einmitt formuð og
sniðin með tilliti til fyllstu vélanýtingar.
En hérlendis er þessu þó ekki þannig varið, því
miður.
Það eru blásarar af hentugri stærð, sem halda
innri þrýsting í plasthúsinu þannig að það helzt á
lofti. Stálvírar sjá um að halda bogalöguðu formi
á plastdúknum.
Samkvæmt upplýsingum frá Goodyear, tekur ekki
nema örskamma stund að reisa þetta uppblásna hús
og er kostnaðurinn við það aðeins um % af því er
kostar að koma upp venjulegu gróðurhúsi.
Hér í okkar stormasama landi er hætt við að upp-
blásin plastgróðurhús eigi litla framtíð fyrir sér. f
gróðrastöðinni Alaska í Reykjavík var reist lítið
uppblásið hús vorið 1968 og stóð það furðu vel af sér
veður fram eftir öllu sumri unz óhapp kom fyrir
það og það féll saman. Að líkindum mun húsið hafa
rifnað, því komi þess háttar fyrir, fellur það saman
eins og blaðra.
Minkarækt
Undirbúningur að minkaeldi á íslandi er þegar haf-
inn. Hefur landbúnaðarráðuneytið samþykkt leyfi
til þriggja aðila, en þeir eru:
Húminkur, hf., Húsavík, sem mun hefja bygg-
ingarframkvæmdir á landi jarðarinnar Kaldbaks,
skammt sunnan við kaupstaðinn, á komandi vori.
Loðdýr hf., Reykjavík, sem þegar er byrjað á
byggingarframkvæmdum í landi jarðarinnar Lykkju
á Kjalarnesi.
Loðfeldur hf., S'auðárkróki, sem hefja mun bygg-
ingarframkvæmdir í vor, á landi skammt ofan og
vestan kaupstaðarins.
Þrír aðrir aðilar hyggja á minkarækt innan tíðar:
Dalsbú hf„ sem hefja mun byggingarframkvæmdir
í vor á landi Helgadals í Mosfellssveit.
Fjarðarminkur hf., Hafnarfirði, sem mun hefja
byggingarframkvæmdir í vor, á landi Hafnarfjarðar-
kaupstaðar.
Þá hafa samtök minkaræktarmanna í Eyjafirði
hafið undirbúning að minkarækt.
Oll þessi félög munu byrja með fleiri dýr en 250
læður, sem er lágmarkstala samkvæmt reglugerð.
Ekki er enn fullvíst hvaðan dýrin verða fengin, en
líklegt er að þau verði flutt inn frá einhverju Norð-
urlandanna.
Reglugerð um minkarækt er birt á öðrum stað í
þessu hefti Freys.
Klór og saltpétursýra
í janúarhefti FREYs birtist grein um nútímaaðferðir
við hreinsun mjaltabúnaðar. Þar var sterklega varað
við því að nota klórsambönd þar sem saltpétursýra
er höfð sem hreinsiefni, af því að eiturloft getur
myndazt ef þessum efnum er blandað.
Danskt tímarit segir frá því nýskeð, að danskur
piltur hafi í ógáti hellt klórupplausn í saltpétur-
sýruílát, sem var greinilega merkt „30% saltpétur-
sýra — varúð, hættulegt". Við blöndun þessara
tveggja efna myndaðist eiturgas, sem náði til þriggja
manna, er nálægt stóðu. Þeim var í skyndi ekið á
sjúkrahús, en til allrar hamingju varð þeim ekki
meint af gufunni af því að varúðarráðstafanir voru
strax gerðar. Sá, sem valdur var að óhappinu, var
hinsvegar dæmdur í sekt, 300 danskar krónur kost-
aði það hann að stefna lífi og heilsu fólks í hættu
með ógætilegu athæfi í þessu hlutverki.
(Landsbladet)
182
F R E Y R