Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 32

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 32
STEFAN SCH. THORSTEINSSON: Tilraunip með kjarnfóður handa ám eftir hurð Á síðastliðnu vori var hafizt handa með til- raun með mismikla kjarnfóðurgjöf handa tvílembum og einlembum eftir burð þar til þeim var sleppt á úthaga, á fjárræktarbúi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Hesti í Borgarfirði. I. Kjarnfóðurgjöf handa tvílembum í þessari tilraun voru þrír flokkar með 22 tvílembum í hverjum flokki. Einn flokkur- inn fékk 900 g af fóðurblöndu, annar flokk- urinn fékk helmingi minna, eða 450 g, og sá þriðji 900 g af heykögglum. Fóðurblandan samanstóð af 88% maís, 10% síldarmjöli og 2% af steinefnablöndu og þurfi 1.0 kg í fóðureiningu. Fóðurgildi heykögglanna var ákvarðað og reyndist þurfa 1.3 kg í hverja fóðureiningu, og samsvarar því 900 g af þeim um 690 g af fóðurblöndu með 1.0 kg í fóðureiningu. Ánum var skipt í flokkana jafnóðum og þær báru. Við flokkaskiptinguna var tekið tillit til afurðaeinkunnar ærinnar undan- farandi ára, burðardags, fæðingarþunga og kynja lamba. Ærnar voru á þriðja til ní- unda vetri og var meðal aldur þeirra hinn sami í öllum flokkum. Ærnar voru teknar JEPPA OG TRAKTORSKERRUR með veltiskúffu og sjálfvirkri losun. Breidd 130 cm, lengd 210 cm. Ber 1000 kg. Smíðuð úr léttstáli fyrir allar gerðir jappa og traktora. Ef þú átt gamla kerru þá tökum við hana upp í sem greiðslu. Greiðsluskilmálar við allra hœfi. Smíðum einnig allar gerðir af vögnum, hestakerrum og heyvögnum. — Fast verð. Gerið svo vel að leita nánari upplýsinga. Þ. Kristinsson, Bogahlíð 17, Reykjavík, sími 81387 168 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.