Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 35

Freyr - 01.04.1970, Blaðsíða 35
Hið hagstæða gæðamat og háa kjöthlut- fall lambanna í 900 g fóðurblönduflokknum, ásamt mestum vaxtarhraða yfir sumarið og þyngri föllum bendir til þess, að lömbin í þessum flokki hafi búið við betra atlæti yfir sumarið en lömbin í hinum flokkunum, en þar er munurinn svo til enginn á sláturgæð- um. Stærðfræðilegt mat var lagt á niður- stöður þessarar tilraunar og reyndist munur milli flokka óraunhæfur. Þar sem afurða- mismunur flokkanna reyndist óraunhæfur, er frá tilraunafræðilegu sjónarmiði ekki ástæða til að ræða niðurstöður þessarar til- raunar frekar. Að þessu sinni skal þó bent á hina hagfræðilegu hlið, því hún varðar bændur mestu. Ef kílóið af dilkakjöti með sláturafurðum, sem því fylgja, er metið á kr. 100,00 nemur verðmæti afurðaaukningar tvílembanna í 900 g fóðurblönduflokknum kr. 122,00 miðað við 450 g flokkinn og kr. 126,00 miðað við heykögglaflokkinn. Ef fóðureiningin í heyi er metin á kr. 6,00 og fóðureiningin í fóðurblöndunni á kr. kr. 7,00 og heyköggl- unum á kr. 7,80 kemur í ljós, að fóður- kostnaður ánna í 900 g fóðurblönduflokkn- um nemur kr. 64,00 umfram fóðurkostnað ánna í 450 g fóðurblönduflokknum og 25,00 umfram fóðurkostnað ánna í heyköggla- flokknum. Verðmæti afurðaaukningar í 900 g fóðurblönduflokknum borgar því fyllilega hið aukna fóður miðað við hina flokkana, en aftur á móti borgar fóðuraukinn í hey- kögglaflokknum sig engan veginn miðað við 450 g fóðurblönduflokkinn, þar sem engin afurðaaukning kemur fram við aukna fóðrun í heykögglaflokknum. II. Kjarnfóðurgjöf handa einlembum í þessari tilraun voru þrír flokkar með 16 einlembum í hverjum flokki. Tveir flokk- anna fengu fóðurblöndu eins samsetta og áður er greint, annar 450 g en hinn 250 g, en þriðji flokkurinn fékk ekkert kjarnfóður, eingöngu töðu. Ánum var skipt í flokkana á sama hátt og í tilrauninni með tvílemb- urnar, sem skýrt er frá hér að framan. Ærnar voru teknar í tilraunina um sólar- hring eftir að þær báru og hver flokkur fóðraður sér. Innistaða var aðeins 3 fyrstu daga tilraunarinnar þar sem túngróður var enn sáralítill á túnum, en eftir það voru ærnar settar á tún jafnóðum og þeim var skipt í flokkana .Hver flokkur hafði aðgang að túnspildu um 1.6 ha að stærð og var um 0.20 ha útjörð í hverju hólfi. Ánum, sem fengu ekkert kjarnfóður, var gefið um 1.6 kg af töðu til jafnaðar á dag, en þær átu að meðaltali 1.4 kg. Dagleg töðu- gjöf fór nokkuð eftir því hvernig ærnar átu upp. Meðalfóðureyðslan í þessum flokki var því 0.88 FE á dag. Meðaltöðugjöf ánna, sem fengu 250 g og 450 g af fóðurblöndu, reynd- ist hin sama, 1,5 kg í báðum þessum flokk- um á dag til jafnaðar og einnig reyndust þær hafa etið sama magn 1.3 kg að meðal- tali á dag. Meðalfóðureyðsla í fóðureining- um á dag yfir gjafatímann reyndust 1.06 FE í 250 g fóðurblönduflokknum og 1.26 í 450 g fóðurblönduflokknum, en aðeins 0.88 FE í töðuflokknum. Ánum var sleppt á úthaga 2. júní. Tafla IV sýnir meðalþunga tilraunalambanna af báðum kynjum á fæti í hvert sinn er þau voru vegin og tafla V sýnir vaxtarhraða þeirra á hinum ýmsu tímabilum yfir sumar- ið. Tafla IV. Meðalþungi tilraunalambanna á fæti kg Ekkert 250 g 450 g Bæði kyn kjarnfóður fóðurbl. fóSurbl. Tala lamba .... 15 16 16 Við fæðingu .... 4.07 4.15 4.18 Við lok túnbeitar 7.51 7.98 8.22 Tala lamba um rúning........ 14 15 13 Um rúning........ 17.00 18.60 18.42 1. október ...... 37.75 41.30 42.14 FlEVl 171

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.