Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 6
Kjarnfóður - Kraítíóður - Fóðurbætir Til skamms tíma var það algengast hér á landi, að búfé var fóðrað með heimafengnu fóðri eingöngu. Síðan framleiðsla mjólkur óx og flutningur hennar til mjólkurstöðv- anna varð almennur, jafnframt og bændur sáu vaxandi fólksfjölda í bæjum og þorp- um fyrir neyzlumjólk og öðrum mjólkur- vörum, hefur meiri stund verið lögð á að fóðra kýr og annað búfé til meiri afurða en fyrr, og þá að því horfið að nota ýmis- legt aðfengið fóður. Var það gjarnan nefnd- ur fóðurbœtir og mun hafa átt að skilja það svo, að hér um ræddi viðbæti. Fyrir tæpum 50 árum, þegar ég kom í búnaðar- skóla, var þessi nafngift algengust, ef ekki einráð víða um land. Með auknum kynbótum hefur afurða- hæfni skepnanna aukizt svo, að oft er nauð- synlegt að gefa mikið viðbótarfóður og fjöl- breytt. Til þess að telja ekki allar tegundir þess hversdagslega, var þá farið að tala um kjarnfóður og kraftfóður, en þá þegar og allt til þessa hefur þorri manna notað þessi heiti í fleng án þess að gera nánari grein fyrir við hvað er átt, en svo sem kunnugt er, er meginmagn þess fóðurs, sem nú er notað, fram yfir hið heimafengna, síldar-, fiski-, karfamjöl og fleiri tegundir prótein- vöru, kornvara erlend og svo blöndur — fó&urblöndur — gerðar úr þessum efnum ásamt viðbót af bætiefnum af ýmsu tagi (vitamínblöndum) grasmjöli, steinefnum og jafnvel öryggisefnum, er fyrirbyggja eða takmarka kvilla af ýmsu tagi. Á síðari árum hefur notkun framan- greindra fóðurefna og blöndur af þeim verið í ört vaxandi mæli, bæði af því að heimafengið fóður hefur verið takmark- aðra en skyldi og í samræmi við sívaxandi afurðagetu búfjárins. Má telja eðlilegt og sjálfsagt að færa nafngiftir til samræmis við staðreyndir og til nánari skilnings á hvers konar efni bændur hafa milli handa og gefa skepnum sínum. Þetta hafa bænd- ur og oddvitar þeirra á Norðurlöndum gert og mótað mjög eðlilega nafngift á þessu sviði. Ennþá höfum við ekki breytt um nafn- giftir til eðlilegs skilningsauka á um hvað ræðir hverju sinni, heldur notum við sömu heitin í fleng og aldrei hef ég séð viðleitni til að skýra hvað það er, sem við er átt, þegar talað er um kjarnfóður, kraftfóður og fóðurbæti. Er þó bæði eðlilegt og til hagræðis í hversdags starfi að sýna við- leitni til að móta nafngiftir á þann hátt, að allir viti við hvað er átt í stórum drátt- um, þegar framangreind heiti eru á tak- teinum. Við getum notað þau öll, og jafn- vel enn fleiri til þess að túlka stóru drættina í viðbótarfóðrinu, sem skepnun- um er gefið fram yfir hið heimafengna og það er ekki bara eðlilegt heldur sjálf- sagt. Þá getum við líka nálgast annarra manna mál svo mikið, að við getum fært til orðabóka þýðingu á hugtökum þeim og staðreyndum, er liggja að baki hvers þessara heita. Að þessum formála loknum skal svo í stuttu máli gerð nánari grein fyrir þessum þremur heitum og hvað rétt er og eðlilegt að þau tákni í daglegu máli, nú og framvegis. 1. KJARNFÓÐUR Allir þekkja orðatiltækið: að greina hismið frá kjarnanum. Er hér auðvitað um að ræða kornið, sem hreinsað er þegar hismið (þ. e. agnir og óhreinindi) er greint frá hinu eiginlega korni. 58 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.