Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 12
J5EÐ OQ HEyRT f NORECJ$FOR 3. Sláturhús Sölufélags Rogalands á Forus Frh. af síðasta blaöi. Nokkiuð sérstætt — og líklega eftirtektar- verðast, frá sjónarmiði bændastéttar — sem bar fyrir sjónir og gaf tilefni til um- hugsunar, var hið nýja sláturhús sölufé- lagsins í Rogalandi. úBr því rétt og sjálf- sagt að segja nokkuð frá tilveru þess og starfsemi. Sláturhús þetta er alveg nýtt. Það var byggt á áruraum 1966—68. Fjármagn til byggingar þess er allt fengið úr kraftfóður- sjóði, en sá sjóður er fyrst og fremst not- aður til þess að styðja og efla félagsfram- tak bænda. Tilgangurinn með byggingu þess var að leysa af hólmi litlu sláturhúsin í byggð- arlaginu, sem voru óhentug og misvel út- búin, og móta hér viðhorf nútíma sniðs þar sem fullkomnustu hreinllætis og heil- brigðisráðstöfunum yrði við komið og fullkomnasta tækni notuð við allar athafn- ir. Þannig verður bezt séð fyrir hagrænum árangri í þágu bændanna, sem senda af- urðir búa sinna til þess að gera þær að markaðsvöru, að nokkru sem sláturafurðir og að nokkru í þágu búfjárræktarinnar, því að hér er, auk sláturhússins, markaðsstað- ur fyrir lifandi dýr. Markaður er haldinn a. m. k. tvisvar í mánuði. Sláturhús Rogalands er hið stærsta í Noregi og hefur kostað háar fjárhæðir, milljónir norskra króna, en það er öllu öðru af líku tagi til fyrir- myndar þar í landi og jafnvel þótt víðar sé leitað. Þar er hægt að slátra árlega svo mörgum skepnum, að nemi kjötmagni álíka og’ árlega verður til á íslandi. Fyllstu kröf- ur eru gerðar þarna um allar þær ráðstaf- anir, sem eflt geta og aukið heilbrigðis- háttu og vörugæði. Það var árið 1962, að ákvörðun var tek- in um að reisa þessi mannvirki. Land- svæðið, sem byggt var á, á FORUS í Stafangursveit, er 11 ha og var keypt fyrir ca 13,5 milljónir ísl. króna. Þegar hafist var handa um undirbúning árið 1964, var byrjað á því að grafa og flytja um 160.000 m:l af jarðvegi. Gróðursæld er í Stafangri bæði við götur (ofar) og við vog og vík. 64 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.