Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 19

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 19
2.02. Kaupvirði (anskaffningsvárde) = verðmæti sem svarar til verðs og kostn- aðar, þegar eignarinnar (1.10) var aflað. 2.03. Endurkaupsvirði (áteranskaffn- ingsvárde) = það virði sem reikna verður með að kosti að útvega nýja eign (1.10) sem þjónar sama tilgangi í framleiðsunni. Virðið er miðað við þann tíma sem matið fer fram á. 2.04. Núvirði (nuvárde) = endurkaups- virði (2.03) að frádreginni verðmætisrýrn- un vegna aldurs og slits. 2.05. Notvirði (bruksvárde) = rekstrar- fræðilegtverðmæti framleiðsluþáttar (1.04) (bein not fyrirtækis af framleiðsluþættin- um). 2.06. Kostvirði (alternativvárde) = virði við aðra notkun. 2.07. Lógunarvirði eða frálagsvirði (ut- rangeringsvárde) = virði fastrar eignar (1.11) þegar hún er tekin úr notkun. 2.08. Vinnsluvirði (förádlingsvárde) = verðmæti sem fæst fyrir hráefni í fram- leiðsluferli, þegar annar kostnaður (3.02) sem fylgir framleiðslunni (1.01) hefur ver- ið dreginn frá tekjum (4.02). 2.09. Staðgengisvirði (ersáttnings- várde) = verðmæti vöru miðað við aðra sem getur komið í stað hennar, og er þá tekið tillit til tæknilegra áhrifa í þeirri framleiðslu (1.01) sem samanburðurinn er gerður vegna. 2.10. Arðvirði (avkastningsvárde) = virði arðs í framtíðinni forvaxtað til þess tíma þegar metið er. 2.11. Söluvirði (försáljningsvárde) = markaðsvirði (2.01) að frádregnum flutn- ingskostnaði og öðrum sölukostnaði (3.04). 3. Kostnaður 3.01. Útgjöld1 (utgift) = fjárútlát til að útvega framleiðsluföng (þjónusta innifal- in) (1.04). Útgjöldum fylgir að minnkar í i í sambandi við hugtakið „útgjöld" er rétt að minna á orðið „greiðsla", en þá er átt við að fyrirtækið láti peninga af hendi. sjóði, kröfur minnka eða skuldir aukast. 3.02. Kostnaður’ (kostnad) = virði þeirra framleiðslufanga (1.04) sem lögð eru í framleiðsluna (1.01). 3.03. Tilbúningskostnaður (fram- stállningskostnad) = allur kostnaður (3.02) vegna tilbúnings (1.02) vörunnar. 3.04. Sölukostnaður (försáljnings- kostnad = allur kostnaður (3.02) vegna sölu (1.03). 3.05. Fyrning2 (avskrivning) = verð- mætisrýrnun á föstum eignum (1.11) nema landi (1.06) á eðlilegu rekstrartímabili. 3.06. Sérfyrning (nedskrivning) = þeg- ar bókfært verð er fært niður einu sinni sérstaklega. 3.07. Viðhaldskostnaður (underhálls- kostnad) = kostnaður (3.02) vegna jafns viðhalds á föstum eignum (1.11). 3.08. Vaxtakostnaður (rántekostnad) = vextir af fjármagni sem fest er í fyrir- tækinu (bæði eigið fé og lánað). 3.09. Fastakostnaður (fast kostnad) = kostnaður (3.02) sem er óháður fram- leiðslumagni á tilteknu skeiði. 3.10. Breytilegur kostnaður (rörlig kostnad) = kostnaður sem breytist með framleiðslumagni á tilteknu tímabili. 3.11. Beinn kostnaður3 (direkt kostn- ad) = kostnaður (3.02) sem varðar greini- lega aðeins eina framleiðslugrein eða afurð og er færður í bókhaldi á þá framleiðslu- grein eða afurð. 3.12. Óbeinn kostnaður3 (indirekt kostnad) = kostnaður (3.02) sem varðar tvær eða fleiri framleiðslugreinar eða af- urðir eða kostnaður sem ekki er færður beint á tiltekna afurð eða framleiðslugrein í bókhaldi, nema hvort tveggja sé. 1 Kostnaður í bókhaldi = útgjöld bundin við á- kveðið tímabil. KostnaðarverS er allur kostnaður (3.02) af ákveðinni afurð í tilteknu fyrirtæki. 2 Að greiða skuld nefnist afborgun. 3 Hugtökin beinn kostnaður og óbeinn kostnaður eru aðallega notuð í bókhaldi. Hins vegar eru hugtökin sérkostnaður og samkostnaður notuð í áætlunum. F R E Y R 71

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.