Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 11
Matarædi og hjartaveilur -----•> <-> -- Danska tímaritið LANDSBLADET segir frá því í júní s.l., að hjartasérfrœðingurinn TAGE HILDEN, yfirlæknir, hafi flutt fyrirlestur fyrir húsmæðrasambandið á Fjóni og þar sagt meðal annars: Enginn veit með vissu um ástæðurnar til æðakölkunar og getur þessvegna ekki bent á aðferðir til þess að fyrirbyggja þennan kvilla. Sumir hafa álitið, að fituneyzla sé mikil- vægasta ástæðan, þar eð því hefur verið veitt eftirtekt, að mikið meira er einatt af svonefndu kolesteroli í blóði hjartaveilla en hinna heilbrigðu. Þetta er þó vafalaust ekki rétta skýringin. Sem læknir á Græn- landi var ég vitni að því, að Grænlendingar hafa eins mikið kolesterol í blóðinu eins og fólk í Danmörku, en æðakölkun er miklu miklu fágætari í Grænlandi en Danmörku. Þótt vítt um heiminn sé unnið að rann- sóknum á þessu sviði er orsakasamhengið enn óþekkt. Ef matarhæfið á sökina er það miklu fremur mjölmetið en fitan, sem veil- unni veldur. Og svo ber auðvitað að forðast ofát. Kvillinn virðist vera fyrirbæri, sem er nátengt efnahagslegri velgengni. Hann er algengastur í háþróuðu löndunum en fá- gætur meðal frumstæðra þjóða. Við rannsóknir á fyrirbærinu í Suður- Afríku sýndi það sig, að meðal hvítra manna var kvilli af þessu tagi algengur, hálfu sjaldgæíari meðal negranna og því nær óþekktur hjá frumstæðum negrastofn- um. Það er ekki alveg út í loftið mælt þegar sagt er, að náið samhengi sé milli dauðs- falla af hjartasjúkdómum og útbreiðslu sjónvarpstækja. Þannig mætti álykta, að fólk fengi hjarta- kvilla af að horfa á sjónvarp. Hið rétta í þessu efni er auðvitað, að hreyfing og erfiði hindrar fitusöfnun og örvar alltaf brennslu næringarefnanna í líkamanum. Samanlagð- ur hitaeiningafjöldi, sem menn fá í fæð- unni, hefur miklu meiri þýðingu heldur en hvaða fæðutegunda er neytt. Og svo eru það reykingarnar, sem ástæða er til að taka með í dæmið. Enn önnur atriði koma einnig til greina, sem sjálfsagt hafa þýðingu í þessu sambandi og mjög um- fangsmiklar rannsóknir eru á þeim gerðar vítt um heim. bergs system" sem notað hefur verið til að þekkja einstök afbrigði byggs, slíkt heyrir til sviði ræktunarmanna, en fjölmörgum atriðum varðandi umrædda vöruflokka er nauðsynlegt að hafa nokkra þekkingu á í þeim búðum, sem hversdagslega hafa korn- vöru, kraftfóður og fóðurbæti handa í milli. Með vaxandi notkun þessara efna þarf aukna þekkingu á þeim og eðli þeirra og nothæfni. Vonandi koma menn með vaxandi þekk- ingu á þessum hlutum á sjónarsviðið á næstunni, þegar flutningar, fóðurvinnsla og fóðurverzlun kemur í einkennisbúning nú- tímahorfs, miðað við hagræna og vel kerf- aða starfsemi og þarfir þjóðarinnar. Þar þurfum við að vita miklu gleggri skil á við hvað er átt þegar ræðan snýzt um þessi efni. — G. F R E Y R 63

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.