Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Síða 37

Freyr - 01.02.1971, Síða 37
PROTEIN fframleitt úr olíu hjá BP Það er svo sem ekkert nýtt, að við not- færum okkur þá orku, sem jurtir hafa safnað fyrir milljónum ára og unnin er úr jörðu þegar olían er dæld upp á yfirborðið og flutt um hálfan hnöttinn eða hvert sem vera skal til þess að nýta og notfæra sér orkuna, er í henni felzt. Sú orka er alltaf tengd nýtingu kolefna- sambanda, sem í olíunni eru. En nú er nýtt komið til. Á síðari árum hafa umfangs- miklar tilraunir verið gerðar til þess að framleiða prótein með hjálp orku olíunnar. Til þess eru örsmáar lífverur notaðar sem milliliðir. Það eru vissar bakteríur, sem skulu þjóna þessu hlutverki, rétt eins og kýrnar breyta grasi í mjólk eða kjöt. í Frakklandi hefur BP reist verksmiðju í þessum tilgangi og svo er sagt, að í Skot- landi sé önnur í undirbúningi. í fyrstu er ætlunin að framleiða prótein til fóðurs en sérfræðingarnir tjá, að ekkert sé því til fyrirstöðu að nota slíkt prótein einnig til manneldis, en svo sem kunnugt er, er pró- teinhungrið í heiminum gífurlegt, svo að milljónir manna eru hrjáðir af þeim sök- um og einkum eru börn og unglingar í heitum löndum mjög vannærð vegna pró- teinskorts. Á undirbúningsstigi vilja menn ekkert fullyrða um verð á verksmiðjupróteini af þessu tagi, en sjálfsagt gera menn sér von- ir um, að hægt verði að keppa við prótein úr jurtaríkinu, en svo sem kunnugt er F R E Y R 89 Dýraprótein

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.