Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 13
Lengst til vinstri er peningshús og markaðsstaður. Stóra byggingin er sjálft sláturhúsið, litla bygging- in á bak við er hjarta stofnunarinnar, þaðan er flestu stýrt en lengst til hægri er skrifstofubygging með stjórnbúðum. J í hvyrfingu voru reistar 4 byggingar, þ. e. sjálft sláturhúsið, bygging yfir lifandi f frystingu hanga skrokkar í löngum röðum í 25 stiga frosti. skepnur, þar sem m. a. markaðurinn er haldinn, kyndistöð og svo skrifstofubygg- ing. í skipulagningu var gert ráð fyrir kjötiðnaðarmiðstöð, sem vafalaust verður reist innan tíðar. Fyrst um sinn er allt það, sem nota skal á iðnstöðvum í Sandnesi og Stafangri, undirbúið og sent frá Forus, en verður þá síðar unnið á staðnum. Skrifstofubyggingin er þrjár hæðir og kjallari undir, en grunnflötur hennar er 880 m2. Kyndistöðin er búin háþrýstiskilyrðum fyrir hitastillingu og loftþrýstibúnaði fyrir allar byggingar, þar í talinn kælibúnaður. Sláturhúsið er að sjálfsögðu stærsta byggingin, 6.500 m2 að grunnfleti eða 14.500m3 að rými. Stærð og búnaður allur er við það miðað, að árlega sé hægt að slátra og framleiða kjöt a. m. k. 10.000 tonn. Sölufélagið starfrækir nú tvö slátur- hús, á Forus og Sandnesi, og til slátrunar kom árið 1969 samanlagt: F R E Y R 65

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.