Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 31

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 31
Blndiefni sem hindrar sandfok og takmarkar uppgufun Efnafræðin og tæknin valda á ýmsum ?væðum og sviðum byltingum í viðhorfum á okkar tímum. Ýmiss ráð hafa verið reynd til þess að hefta sandfok. Þau hafa verið misgóð eins og allir þekkja. Nýjustu fregnir greina frá því, að nú sé komið á markað efni nokkurt, sem betur sé kjörið til landverndar en þau, sem áður hafa verið reynd og notuð. J ORDBRUK ARN AS FÖRENINGS- BLAD í Svíþjóð sagði frá því laust fyrir síðustu áramót, að undanfarin sumur hafi Það telzt til tíðinda hér, að 5 bændur í héraðinu byggðu í sumar stórturna með tilheyrandi vélakosti, til að geta verkað arfatöðuna. Einn þessara turna er hér á Laxamýri. Kostnaðurinn við þetta er alveg lýgi.legur, þegar færibandið eitt kostar 90 þúsundir króna. En í framtíðinni verður grænfóðurrækt mjög almenn og þá er þessi búnaður nauðsynlegur. Það er orðið of fámennt í sveitunum, en þetta hlýtur að að snúast við fyrr eða síðar. Moldin er verðmætasti höfuðstóll þjóðarinnar, til bú- setu í landinu. Án gróðurmoldarinnar væri landið óbyggbilegt. Fólkið í fjölbýl- inu, sem ekki skilur þetta, hlýtur þó að vita hvað það hefir helzt til daglegra þarfa. Landbúnaðurinn á líka mikla framtíð sem útflutningsatvinnuvegur. Bið bændum og búaliði árs og friðar. Jón H. Þorbergsson. verið prófað þar í landi og í Danmörku efni, sem nefnt er Essbindir. Því er úðað yfir akurinn þegar búið er að sá. Tilraunir með efni þetta hafa verið gerðar og þær hafa þegar sýnt, að það festir öll korn yfirborðsins svo, að jarðvegurinn fýkur ekki þótt um hann blási og hann þorrnar ekki því að efni þetta hindrar uppgufun. Þetta stuðlar að auknu ræktunaröryggi þar sem jarðvegur er sendinn, einkum í þurrum og blásandi vorum. Tilraunirnar hafa einnig sýnt, að eftirtekjan af slíku landi er meiri og betri, auðvitað vegna þess fyrst og fremst, að umrætt efni skap- ar öryggi um nýtingu vatnsins, sem í jarð- veginum er að vorinu, hversu sem viðrar. Hinsvegar hindrar efnið ekki regnvatn í að síga niður. Nú munu einhverjir spyrja hvort hér sé ekki um að ræða eitt þeirra efna, sem valda mengun í jarðvegi eða á gróðri. Þessi atriði hafa verið til athugunar á Alnarp-tilraunastöð í Svíbjóð og þaðan er sögð sú saga, að um mengun sé ekki að ræða. Efnið er lífrænt og evðist (rofnar) á nokkrum vikum án bess að menga jörð- ina eða umhverfið. Efnið kvað vera gert af úrgangsefnum frá skógunum. Danir hafa sert tilraunir með það. og settu í bað dökkan lit, sem hafði í för með sér þær verkanir, að hitastig hækkaði bæði í iarðvegi og umhverfis iurtirnar á yfirborði landsins. Þetta leiðir aftur til örari vaxtar því að það sýndi sig, að eftir sólskinsdaga var hitinn í jarðveginum 4 stigum hærri en um nætur á þeim svæðum, sem Ess- bíndi var ekki úðað. Á fvrsta stigi er efni þetta og áhrif bess í hávegum haft, og ef áframhaldandi reynsla sýnir það sama tengja bændur um Norðurlönd a. m. k. rmklar vonir við hindr- un sandsfoks og aukna gróðursæld með notkun efnis bessa. Galli að það er dýrt í upphafi, en einnig það getur breytzt síðar, en sagt er að hæfilegur skammtur á ha kosti 400—500 sænskar krónur, en það er 7—8500 íslenzkar. F R E Y R 83

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.