Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 20

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 20
3.13. Sérkostnaður1 (sárkostnad) = kostnaður (3.02) sem rekja má til einhvers tiltekins hlutar (afurðar eða framleiðslu- greinar) .2 3.14. Samkostnaður1 (samkostnad) = kostnaður (3.02) sem er sameiginlegur fyrir tvær eða fleiri afurðir eða fram- leiðslugreinar3 3.15. Valkostnaður (alternativ kostnad) = kostnaður (3.02) sem svarar til virðis framleiðsluþáttar (1.04) að öðrum kosti (2.06). 3.16. Jaðarkostnaður4 (marginalkostn- ad) = breyting á kostnaði vegna lítillar breytingar á framleiðslumagni (1.04). 3.17. Jaðarþáttarkostnaður' (margi- nell faktorkostnad) = breyting á kostnaði vegna lítillar breytingar á magni fram- leiðsluþáttar (1.04). 3.18. Mismunarkostnaður4 (mer- kostnad, differenskostnad) = breyting á kostnaði vegna meiri háttar breytingar á framleiðslumagni eða magni framleiðslu- þáttar (1.04). 4. Tekjur 4.01. Fjárhagstekjur5 (inkomst) = fjárhagslegur ávinningur við sölu á vöru 1 S'já athugasemd næst á undan. 2 Þessi skilgreining er gerð greinilegri í S'víþjóð eins og hér segir: „Þessi kostnaður fellur niður ef viðkomandi framleiðsla er lögð niður og hann kemur til sögunnar ef viðkomandi framleiðsla er hafin.“ 3 Þessi skilgreining er gerð greinilegri í Svíþjóð eins og hér segir: „Þessi kostnaður hverfur ekki ef viðkomandi framleiðsla er lögð niður og kemur ekki til sögunnar ef viðkomandi framleiðsla er hafin.“ 1 Það sem kalla má „litla“ breytingu á framleiðslu- magni eða magni framleiðsluþáttar, svo að rétt þyki að nota hugtakið „jaðarkostnaður" (3.16, eða „jaðarþáttarkostnaður" (3.17) og hvað átt er við með „meiri háttar“ breyting, svo að tala má um „mismunarkostnað" (3.18), fer eftir eðli verkefn- isins og þeirri reiknitækni sem notuð er. 5 í sambandi við hugtakið „fjárhagstekjur" er rétt að minna á orðið „borgun“, en með því er átt við að tekið sé við peningum í fyrirtækinu. og þjónustu. Með fjárhagstekjum aukast penmgar í sjóði eða kröfur eða skuldir minnka. 4.02. Tekjur1 (intákt) = virði vöru eða þjónustu sem fyrirtækið framleiðir (að frádreginni innri veltu). 4.03. Fríðar tekjur (naturaintákt) = tekjur (4.02) af afurðum eða þjónustu sem bóndi fær eða lætur vinnufólki í té. 4.04. Sölutekjur (saluintákt = tekjur (4.02) af seldum afurðum eða þjónustu. 4.05. Jaðartekjur' (marginalintákt) = tekjubreyting vegna lítillar breytingar á framleiðslumagni (1.01). 4.06. Mismunartekjur1 (merintákt, differensintákt) = tekjubreyting vegna meiri háttar breytingar á framleiðslu- magni (1.01). 5. Arðsemi 5.01. Framlag til fastakostnaðar (táckningsbidrag) = mismunur á tekjum (4.02) og breytilegum kostnaði (3.10)2. 5.02. Skuldlausar aflögur (skuldfritt överskott) = tekjur (4.02) — kostnaður (3.02) að slepptum vaxtakostnaði (3.08) og launakröfu rekanda (og hans skylduliðs). 5.03. Arður (förrántning) = vextir af fjármagni sem fest er í fyrirtækinu (1.15)3 = skuldlausar aflögur (5.02) — launakrafa rekandans og skylduliðs hans. 5.04. Arðsprósenta (förrántningspro- cent) =arður (5.03) í prósentum af fé sem fest er í fyrirtækið (1.15).4 5.05. Vextir af fasteign (fastighets- ránta) = vextir af fé sem lagt er í fast- eign (1.13) = arður (5.03) — vaxtakröfur vegna fjár sem lagt er í lausar eignir (1.14). 1 Bókfærðar tekjur =: tekjur á afmörkuðu tíma- bili. 2 í Svíþjóð reiknast framlag til fastakostnaðar mismunur á tekjum (4.02) og sérkostnaði (3.13). 3 í Nordisk Jordbrugsforsking stendur 1.18, en hlýtur að vera prentvilla. 72 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.