Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 14
I*etta langa stjórnborð er bæði heili og hjarta starfseminnar. Héðan er loftræstingu, raka- hita- og kuldastigum stýrt og héðan dreifist orkan, sem not- uð er í öllum byggingunum. Stórgripir .................... 13.030 Kálfar ........................ 10.152 Svín .......................... 67.575 Sauðfé ........................ 50.923 Hross ............................ 238 Geitur ........................... 613 Samkvæmt fyrirmælum heilbrigðis- og hreinlætisyfirvalda skiptist sjálft slátur- húsið í tvennt, hreina og óhreina hlutann, og þar er enginn samgangur í milli. í óhreina hlutann koma dýrin og þar er þeim slátrað, annað gerist í fyrrnefnda hlutan- um. Hér skal ekki rakinn gangur starfs- ins, hann er eins og gerist í sláturhúsum almennt, en kerfunin og allur aðbúnaður er svo sem bezt verður á kosið og er eftir- tektarvert allt, er þar að lýtur. Hver skrokkur er veginn heitur og hon- um gefið einkennismerki eiganda um leið og þyngd hans er auðkennt á gatastrimli, er fylgir áleiðis í kæliklefa, en strimillinn kemur síðar í reikningshaldið. Að sjálfsögðu fer þar fram dýralæknis- skoðun og þá um leið frágreining gallaðra og vanheilla skepna (afurða) og ennfrem- ur er flokkað samkvæmt settum fyrirmæl- um og tillit tekið til hreinlætis- og heil- brigðisástands í hvívetna. í kæliklefum og frystiklefum hanga skrokkar í röðum, 400—600 skrokkar í hverjum klefa, en svo sem 55—60 þegar um ræðir stórgripi. Til viðbótar því, sem hér er frá greint, er svo flokkunarsalurinn, frystigeymslan 570 m2 að flatarmáli þar sem stöðugt er 25 stiga frost, brytjunarstöðin, söluhöllin og önnur salarkynni, sem nauðsynleg eru talin í fullkomnasta sláturhúsi landsins, þar á meðal sérstök deild þar sem ullin er flokkuð, eftir að sláturféð hefur verið vél- klippt, og ullin síðan pökkuð á viðeigandi hátt. Frekari greinargerð um sláturhúsið er ekki ástæða til að rekja, það þjónar sama tilgangi og öll önnur af líku tagi, en mikið vantar á að öll hin séu svo fullkomin sem þetta, enda getur varla nokkur gestur, er þar kemur, annað en undrazt yfir salar- 66 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.