Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 10

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 10
í svo litlum mæli að jafnaði, að orkumagn þeirra er hverfandi samanborið við annað fóður, sem skepnunum er gefið og vafi get- ur stundum leikið á hvort hefur meira gildi þegar meta skal sanngjarnlega, brennan- legu efnin eða lífeðlisatriðin. Sum þessara efna eru að vísu orkurík, en annars aðeins hægt að nota í litlum mæli vegna þess, að annmarkar fylgja ef verulegt magn er not- að. Það gildir t. d. um lýsi. Það er við eðli- legar aðstæður aðeins notað í örlitlum mæli, og þá fyrst og fremst sem A- og D- vitamíngjafi. Hið sama má segja um gras- mjöl. Það er að vísu orkugjafi, en fyrst og fremst er það notað vegna alhliða vitamín- magns handa alifuglum og svínum. í fóðri jórturdýra hefur það ekkert sérstakt hlut- verk ef annars er til hey, sem er þessum skepnum eðlilegra til fóðurs en möluð vara. Til þessa hóps má ennfremur telja þang- og þaramjöl, er þó hefur fyrst og fremst þýðingu vegna nokkurra snefilefna, sem stundum vantar I fóðrið, einkum fjarri sjávarströndum. Ennfremur má nefna soðkraft (límvatn) sem í er mikið magn af vitamíni Bl2 og ým- iss önnur B-vitamín í ríkum mæli. Þá má til þessa telja fóðurger, sem á síð- ari árum hefur unnið hefð og er vel tekið sem fóðurbæti vegna B-vitamína. Þegar ger er geislað með útbláum geislum getur það og orðið auðugt af D-vitamíni, og er einatt þannig með farið og selt til fóðurs. Hveitiklíð og hveitispírumjöl er einnig á markaði sem eiginlegur fóðurbætir, sér- lega ríkur af E-vitamíni. Þannig mætti telja fleiri efni, sem raun- ar hafa að jafnaði orkugildi sem fóður, en þau eru bara meira, þau eru líka fóðurbæt- ir og má rétt telja að flokka þau þangað, af því að hvert fyrir sig eru þau aðeins höfð í litlum mæli, stundum mjög litlum, í hin- um ýmsu fóðurblöndum. Eftirmáli Með vaxandi notkun kjarnfóðurs, kraft- fóðurs og fóðurbætis, er eðlilegt að við lær- 62 um að nefna hlutina réttum nöfnum, enda er það og í samræmi við eðlilega þróun fóð- urfræðinnar og þekkingu bænda á því, sem þeir hafa af þessum vörum milli handanna, til þess að fóðra skepnur sínar til viðhalds og afurða. Grannþjóðir okkar eru langt á undan okkur í þessu efni enda þar forganga um rannsóknir og tilraunir allar, sem snerta þessar fóðurtegundir, svo og framkvæmd þeirra, kerfað hjá hinum einstöku vísinda- stofnunum, er hér að vinna, og á vegum Fé- lags norrænna búvísindamanna samræmt í nafngift og athöfn allri. Samkvæmt þeim nafngiftum eru heitin svo færð til ritmáls í kennslubókum búvís- indanna og með kennurum og ráðunautum yfir á vettvang bændanna og þeirra, sem fást við verzlun með fóðurvöru. Hér á landi hefur engin sérhæfing á sviði verzlunarmenntunar né iðnaðar verið til, viðvíkjandi fóðurefnum og fóðurgerð. Með öðrum þjóðum hefur sérhæfing verið um langt: skeið, enda alllangt síðan iðnaður og verzlun með fóðurvörur varðþartiltölulega umfangsmikil. Hér hefur til þessa kveðið svo ramt að, að jafnvel oddvitar fyrirtækja, sem verzlað hafa með kornvöru og kraft- fóður, hafa haft sára takmarkaða þekkingu á fóðurgildi, próteingildi eða öðru gildi hinna ýmsu vörutegunda, einfaldlega vegna þess, að undirbúningsmenntun þeirra undir framtíðarhlutverk hefur hvorki í verzlun- arskóla, samvinnuskóla eða iðnskóla, verið við það miðuð, að veita nokkra þekkingu inn á þessi svið. Það eru ekki mörg ár síðan almennasta viðkvæðið í fóðurvöruverzlunum hér var að tilgreina hvað pokinn kostaði og þá ekki tilgreint hvort í honum voru 50, 45, eða bara 40 kg, og helzta skilgreining á inni- haldi pokans var: korn eða þá fóðurblanda og ekkert nánar. „Korn er korn og fóður er fóður“ er sú æðsta vizka, sem ég hef oft mætt í slíkum búðum. Ekki má heimta, að þeir aðiljar, sem með slíkar vörur verzla, þekki „Atter- F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.