Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 29

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 29
Jón H. Þorbergsson: IföO Fyrstu 9 dagar janúar voru stöðugar norð- anhríðar. Dagana 6.—9. voru mjög hörð frost, um 20° og þar yfir. Hinn 9. voru 27° frost á Staðarhóli. Eftir það dró úr frost- unum og varð áttin austlægari. Hinn 20. og 21. gerði sunnan þíðu með um 7° hita. Kom þá upp jarðarbragð í úthaga, en tún öll lögðust undir svell. Hinn 22. létum við hér á Laxamýri út ær til beitar, er þá höfðu staðið inni frá 7. nóvember f. á. Var þeim beitt í 10 daga. En hinn fyrsta febrúar gerði norðan stórhríðarveður, sem hélzt í 5 daga. Tók þá enn fyrir allam haga. Hélzt norðaust- læg átt allan mánuðinn og haglaust. í marz ríkti norðanáttin með hag'leysi allan mánuðinn. Frost urðu ekki mjög hörð þessa tvo mánuði. Aprílmánuður reyndist veðrahægur. Lít- ilsháttar sólbráð suma daga er á leið, sem lítið vann á, en frost allar nætur mánaðar- ins nema þá síðustu. Hafði þá ekki komið frostlaus nótt síðan í hlákunni um 20. jan. Þessi síðasti dagur mánaðarins var fyrsti h.lýindadagur vorsins. Þótt sólin hefði tölu- vert unnið á, varð lítið gagn að beit þennan mánuð, enda þarf þá að fara vel með ær, til að búa þær undir burð. Hér var í þess- um mánuði oft um 0°, þegar hiti var 8— 10° við suðurströnd landsins. Það gerði kuldinn frá haíísnum. Maímánuður var hægviðrasamur, en frekar kaldur. iÞó ekki mikil næturfrost. IHinn 20. og 21. gerði norðankast með snjó og frosti. 5 síðustu dagar mánaðarins urðu mjög hlýir. Iivarf þá snjór og klaki af túnum og' grænkuðu þau strax, þar sem ekki var dauðkalið og kom þá fljótt gróður í útbaga, en sem líka var skemmdur af kali. Ær báru í húsi og þurftu mikið fóður. Hitarnir héldu áfram með júnímánuði. Aðeins ein frostnótt kom í mánuðinum, 2°, en það var aðfaranótt hins fjórða. Annars var hitatíð allan mán- uðinn, en mjög þurrviðrasamt. Upp úr mánaðamótium maí-júní byrjuðum við hér á Laxamýri að sleppa ám með elztu lömb- um og hinn 13. fóru síðustu ærnar af tún- unum. Var sauðgróður þá í tæpara lagi, en lagaðist þó fljótt. Miklir hitadagar komiu í mánuðinum eða um 20°. Hinn 10. var heitasti á landinu eða 23°. Spretta var mjög treg í mánuðinum vegna þurrviðra og jarð- skemmda af kali, sem var hér um slóðir með mesta móti. Það orsakaðist einkum af köfnun, þar sem klaki lá á túnunum í nær 6 mánuði. Útjörð var líka skemmd af kali, sem er sjaldgæft. Með júlímánuði gekk til norðanáttar og varð hún mjög ríkjandi í mánuðinum. Hiti var flesta daga 3—5° og stöku nætur nær 0°. Hinn 8. gerði mikla snjókomu með 5° næturfrosti. En 5 síðiustu daga mánaðarins hlýnaði töluver.t. Við, hér á Laxamýri, hóf- um slátt hinn 23. í litlu grasi. En þolanlega gekk að ná inn heyi í súgþurrkun. Tíðarfar í ágúst reyndist fremur hag- stætt til heyskapar. Hinn 8. og 9. gerði norðankuldakast og aðfaranótt hins 10. er létti til, gerði 4—5° nætiurfrost hér um sveitir. Féll þá kartöflugras, sem ekki var á sjávarbakka. Dagana 16. til 26. var stand- andi þurrkur með allt að 16° hita. Fóru þá flestir langt með heyskap. Síðustu 5 daga mánaðarins var norðan köld átt og nokk- ur úrkoma. September byrjaði með norðanátt og mikilli snjókomu til fjalila. Fremst í Mý- vatnssveit og iBárðardal varð mjög þröngt um baga. iRann fé heim úr afréttum. Varð þarna ekki unnið í heyjum nokkra daga. í þrjá daga 5.—-7. hlýnaði og tók snjó í sveit- um. Eftir það varð kalt, margar frostnætur og töluverð úrkoma til hins 23., en þá F R E Y R 81

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.