Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 9
gaum þegar um ræðir fóður, að minnsta kosti hefur sjaldan þurft að hafa áhyggjur vegna skorts á því. Á þessu stigi máls virðist ekki tilefni að rekja atriði, er varða önnur vitamín í fóðri búfjárins, sem við höfum undir höndum. b. Steinefni í fóðurfræðinni er orðið steinefni látið ná yfir langa röð frumefna, sem greinast í málma og málmleysingja, en eiga það sam- eiginlegt, að þau hafa ekki brennslugildi, þ. e. a. s. þau framleiða ekki hita né orku í líkamanum, en eigi að síður eru sum þeirra lífsnauðsynlegur þáttur í efnavinnsl- unni og þar að auki hornsteinar í uppbygg- ingu vefja og líffæra. í orðsins bezta skiln- ingi eru þetta því virkileg bætiefni, oftast aðgengileg lífverunni í vissum samböndum og til uppbygginga vissra lífeðlisatriða. Eitt eða fleiri — stundum mörg — þess- ara efna skortir einatt í náttúrlegu fóðri og af því hlýzt afurðatión ef ekki enn verra. Yfirleitt eru þau ekki notuð sem hrein frumefni, enda er svo lítil þörf fyrri viss þeirra, að nær því er að vera ósýnilegt, en valda hinsvegar veikindum og meinum ef notuð eru í of miklum mæli. Natríum og klór er í venjulegu matarsalti, en af þess- um efnum þarf hver skenna talsvert magn. Kalk og fosfór þarf oft til viðbótar því, sem er í grasi og öðru algengu fóðri, en ákveðið hlutfall þarf að vera milli þessara efna til þess að jafnvægi haldist í skepnunni við hin ýmsu lífsskilyrði. Járn, kopar, kalí, ko- bolt og fleiri efni burfa í svo litlum mæli, að sérráðstafanir barf að gera til þess að ekki sé of miklu blandað í fóðrið af þess- um efnum. Hið sama gildir um magníum, sem stundum skortir af því að viss önnur efni hindra nýtingu þess, eru andverkandi (antagonister). í fóðurblöndum er þessum efnum hag- rætt á viðeigandi hátt í samræmi við áætl- aðar þarfir búfjárins á ýmsum árstímum, eftir afurðaframleiðslu og með tilliti til þess magns einstakra efna, sem ætla má að séu í heimafengnu fóðri. Á þessum vett- vangi er ekki unnt að rekja hver fóður- bætir þau eru handa hinni eða þessari bú- fjártegund við ýmiss skilyrði, en fóöur- bœtir eru þau fyrst og fremst. c. Varnarlyf Læknislyf geta þjónað tvennskonar til- gangi, í fyrsta lagi að efla líkamsþrótt líf- veranna til þess að vinna bug á veikindum, sem þær þjást af, og í öðru lagi til þess að fyrirbyggja vissa kvilla eða takmarka að minnsta kosti það tjón, sem smit eða eitr- anir geta valdið, sé ekkert að gert. Á vegum fóðurfræðinnar hefur sá þáttur, er varðar varnarlyf, verið tekinn á dagskrá á allra síðustu árum á þann hátt að setja í fóður- blöndur viss efni, einkum til smitvarna. Stundum hefur þetta gengið lengra en góðu hófi gegnir, t. d. þegar vissum fúkalyfjum hefur verið blandað í fóður svo að ofnæmi hefur valdið eða langvinn notkun hefur mengað afurðir og þannig rýrt gildi þeirra eða gjört þær ónothæfar. Notkun lyfja í fóðurblöndur skal ætíð viðhöfð með stökustu varúð, en hinu er ekki að neita, að í ýmsum tilvikum getur verið réttmætt að nota þau og viðurkenna sem lið í þeim þætti fóðursins, sem nefnist fóðurbætir, er takmarkar sjúkleg fyrirbæri búfjárins, rétt eins og vitamín efla lífeðlis- legan viðnámsþrótt. d. Önnur efni í þremur atriðum hafa verið taldir efnis- flokkar, sem réttmætt er og eðlilegt að skil- greina sem fóðurbæti, þegar þeim er bland- að í fóður, en gjarnan bætiefni annars séu þau notuð án íblöndunar. Auk hins framangreinda eru ennfremur önnur, sem eðlilegast er að flokka í sérlið sem önnur efni, fyrst og fremst af því að þau hafa bæði brennslugildi og lífeðlislegt gildi fyrir búféð, enda sum þessara jafnan verið flokkuð undir vissar greinar fóðurs. Um þau gildir annars, að þau eru notuð F R E Y R 61

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.