Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 25

Freyr - 01.02.1971, Blaðsíða 25
KLAUFSPERRA í kúm ---—•> <*—- Eftirfarandi grein, eftir dr. STURE A. NILSSON, dýralækni í Svíþjóð, þirtist I ritinu VÁR NARING nr. 5, 1970. Þar eð klaufsperra hefur aldrei verið sér- stakt umræðuefni í FREY, er viðeigandi að birta grein dýralæknisins í íslenzkri þýð- ingu. Svo bar við á Bermuda árið 1966, að stofnað var til tveggja stórbúa með 400 kýr á öðru og 200 á hinu, og á því ári kom það fyrir, að heill hópur af kúnum gat naumast eða ekki staðið og þær áttu mjög erfitt með að rísa á fætur. Seinna komu ígerðir í klaufir. Það fylgdi í kjölfar þessarar veilu, að slátra varð þriðjungi umræddra áhafna hálfu ári eftir að búskapur var hafinn. Umræddur kvilli var klaufsperra (fáng) og ástæðan til atburðarins var breyting frá beit með lítilli kraftfóðurnotkun til innistöðu og mikillar notkunar prótein- auðugs kraftfóðurs, og kýrnar stóðu á steingólfi í fjósinu. Hófsperra (laminit) er annars alþekkt- ur kvilli hjá hrossum og hefur valdið þar miklu tjóni. Annars getur hann gert sín vart hjá flestum hóf- og klaufdýrum og þá einnig hjá nautpeningi. Frá fornu fari hefur hann verið algeng- ur og illa séður, þegar um var að ræða hross, en mjög sjaldgæfur hjá klaufdýrum, en hefur þó gert sín vart. Annars eru skiptar skoðanir um fágæti hans í þeim hópi búfjárins. Sumir hafa talið, að þegar kýr eiga erfitt með gang og virðast ekki þola að stíga í neinn fótinn, hafi þar verið um klaufsperru að ræða. Hvað um það, kvilli þessi getur heimsótt eina og eina skepnu eða margar samtímis. Hjá naut- gripum getur hann verið tengdur öðrum kvillum svo sem meltingarkvillum, júgur- bólgu, legbólgu og súrdoða. Á síðari árum hefur súrdoði og klaufsperra oft fylgzt að, einkum hjá sænsku rauðskjöldóttu kún- um. Hann er ekki heldur fágætur hjá vel öldum holdagripum. Klaufsperra stafar af bólgu, án ígerðar, í leðurhúð klaufanna, sem síðar getur breiðst yfir í tábeinið og sjálft klaufhold- ið. Oftast er meinið í flestum eða öllum fótum skepnunnar. Þó kemur fyrir meðal láglendisgripa, að það er aðeins í aftur- fótum. Bólgan veldur skepnunni verulegri vanlíðan. Það gildir bæði um klaufsperru í nautgripum og hófsperru í hrossum. Á byrjunarstigi er strax auðsætt að skepnan er lasin, hún andar ótt og hefur hjartslátt og venjulega hækkar líkamshit- inn. Þegar til lengdar lætur er hún einatt ekki meira hrjáð en svo, að hún hefur sárindi í klaufum eða verki. Svo sem ger- ist með fleiri kvilla getur þessi kvilli verið ýmist hægfara og langvinnur eða komið skyndilega og verið alvarlegur. V eikindaauðkenni Þegar skepnan stendur á bás em gleggstu einkennin: kryppa á hrvgg, hún stendur með afturfætur inn undir sig. stundum með framfætur einnig. og á erfitt með að færa sig á básnum. Skepnan liggur mikið — etur einatt liggjandi — og rís ógiarna á fætur. Sé kvillinn á háu stigi liggur skepnan jafnan á hliðinni og sperrir frá sér fæturna. Sé kýrin færð af básnum og henni hjálpað á fætur er gangurinn stífur og þvingaður — eins og hún gangi á nál- um — ójafn og haltrandi. Erfiðleika um hreyfingu er auðvelt að greina þegar hún stendur á hörðu gólfi. Hliðstætt má sjá ef kýrin er teymd um harðan veg, þá sækir hún gjarna út á mýkri götu. F R E Y R 77

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.