Freyr - 01.12.1972, Side 7
FREYR
BÚNAÐARBLAD
NR. 23-24 — DESEMBER 1972
68. árgangur
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLAND3
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfust|órn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
PÁLMI EINARSSON
Ritstjórn:
GÍSLI KRISTJÁNSSON
(ábyrgðarmaður)
ÓL! VALUR HANSSON
Heimlllsfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍ K
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
ÁskriffarverS kr. 350 árgangurinn
Ritstjóm, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
Reykjavík — Sími 38740
EFNI :
Jólahugvekja
Gamla norska bœndamenningin
E-vítamínskortur hjá alifuglum
Framkvœmdir bœnda 1971
Búlkflutningur fóðurvöru
Bœndafarir útlendinga til íslands
Búnaðarbanki íslands
I Borgarfjarðarhéraði
Salthungur og matarsaltþörf búfjár
íslenzk hross í Noregi
Búfrœðingar frá Hvanneyri 1 972
Húsmœðraþáttur
Molar
Sr. GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON:
Jólahugvekja
„Fjárhirðum fluttu
fyrst þann söng Guðs englar,
unaðssöng, er aldrei þverr:
Friður á foldu,
fagna þú, maður,
frelsari heimsins fœddur er.“
„Yður er í dag frelsari fæddur.“
Með þessum orðum hófust jól í mannheimi og fyrsta
jólapredikunin var flutt við útiguðsþjónustu á Betle-
hemsvöllum.
Og nú um þessi jól er þér, lesandi góður, fluttur þessi
sami frelsis- og fagnaðarboðskapur. Sviðið er að vísu
annað og tímarnir breyttir, en boðskapurinn er mönnun-
um jafn mikilvægur nú sem forðum, því þeir eru í öllum
aðalatriðum jafnt settir og í svipuðum sporum og þeir,
er fyrst hlýddu á jólatíðindin. Enn er þér flutt orð
frelsisins og þú þarfnast þess, að þetta orð fái hljóm-
grunn í sál þinni. Jólin koma til þín nú með tilboð sitt
og viljir þú huga að því boði, þá skulum við um stund
hverfa aftur í tímann og reyna að sjá í anda viðburðinn,
er jólaguðspjallið greinir frá.
Við skulum hugsa okkur, að við séum stödd austur á
Betlehemsvöllum sem áhorfendur að því undri, er þar
gerðist hina fyrstu jólanótt. Á völlunum utan við Betle-
hem eru hirðar við fjárgeymslu, óbreyttir alþýðumenn
við skyldustörf sín. Þeir halda vöku sinni, þótt værð sé
yfir hjörðinni, því eigi er að vita, nema út af bregði.
Þeir búa við sömu skilyrði og mannkyn hefur reyndar
F R E Y R
463