Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 43

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 43
Það var allmikið fyrirtæki árið 1912 fyrir fátæka bændasyni að fara í skóla í fjar- lægum landshluta, er við Guðjón bróðir minn, frá Álfadal á Ingjaldssandi í Vestur- ísafjarðarsýslu, ákváðum að fara í bænda- skólann á Hvanneyri. Við höfðum báðir verið í ungmennaskóla sr. Sigtryggs á Núpi, og var það betri und- irbúningur undir bændaskólanámið, en flestir piltar úr öðrum landshlutum höfðu þá. Guðjón bróðir minn hafði sótt um skól- ann fyrr en ég. í mér var tveggja bakka veður, og vildi faðir minn að ég færi í kennaraskólann, en sr. Sigtryggur réði heldur frá því, enda mun löngun mín og hneigð til kennslustarfa hafa verið tak- mörkuð. Varð það úr að ég dreif mig í að sækja um Hvanneyrarskólann seint um vorið og fékk þar skólavist. Þar með var lífsstarf mitt ráðið, og hef ég aldrei verið óánægður með það. Þrír sveitunga minna fóru þangað til náms haustið 1911 og sá fjórði lauk þar námi vorið 1912. Farareyri minn í peningum var kr. 200,00. Sumarið 1913 var ég kaupamaður á Hvanneyri og hafði 14 kr. kaup á viku. í verklegu námi var ég vorið og haustið. Verklegur náms- styrkur minn var kr. 57,00, en bóklegur námsstyrkur minn nam kr. 34,00. Dugði þetta svo vel, að ég átti fáeinar krónur afgangs er ég lauk námi vorið 1914. Auðvitað var engu eytt í skemmtanir eða annað. Þó fékk ég mér ein föt, er Þorbjörg ráðskona Halldórs saumaði, en Halldór seldi efnið. Einnig keypti ég annað smá- vegið til klæða og skæða, sem óhjákvæmi- legt var. ❖ * * Maturinn kostaði fyrri veturinn frá 15. okt. til 30. apríl, kr. 102,04, auk þess kr. 35,00 fyrir þjónustu og matartilbúning, er skóla- stjóri sá um. Tveir skólapiltar sáu um að- drætti og stjórnuðu matarfélaginu, og voru þeir kosnir af nemendum yngri deildar vorið áður. Veturinn 1912—’13 stjórnuðu matarfélaginu frændurnir Ingimar Jó- hannesson og Guðmundur G. Kristjánsson frá Meira-Garði í Dýrafirði, en seinni vet- urinn þeir: Jón Ingólfsson frá Breiðaból- stað í Reykholtsdal og Júlíus Bjarnason r^Wfr Hvanneyri, F R E Y R 499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.