Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1972, Side 27

Freyr - 01.12.1972, Side 27
Stöku sinnum hefur álíka orðið vart meðal kalkúnaunga, þar sem skoðun leiddi í ljós vöðvarýrnun í þörmum, hjörtum og bringum. Þar stoðaði E-vitamín ekki til lækninga og selen var ekki reynt. Vitamin E í efnaskiptum. Það fyrirbæri, að heilarýrnun er langt- um algengari en lopabólga og vannæring vöðva í norskum fuglum er í samræmi við, að E-vitamínvöntun hefur misjafna þýð- ingu í sambandi við mögnun umræddra kvilla. í hvaða samböndum E-vitamínið finnst í fóðri og hvernig það verkar í efnaskiptum líkamans, er hvergi nærri vel upplýst enn. Ýmsar kenningar eru þar frammi. Bent hefur verið á innbyrðis tengsli þess við selen og brennisteinstengdar amínósýrur, í einhverju kerfi próteinmyndunar, t. d. frumuveggja. Meðan við bíðum eftir svör- um viðvíkjandi þessum efnum er eðlilegt að láta sér nægja að veita því eftirtekt, að viss vandamál eru nátengd E-vitamín- skorti. Þau fyrirbæri ber að skoða í ljósi arfgengra, fóðrunarlegra og umhverfismót- andi aðstæðna. Atriði sem auka hættu á E-vitamínskorti. Arfgengir þættir virðast að litlu leyti á- kveðnir. Hættan sýnist vera mest meðal holdafugla, líklega af því að þeir eru svo hraðvaxta, og þar því mest hætta á heila- sköddun. Einnig virðist svo sem Hvítir ítalir og kynblendingar þeirra séu næmari fyrir E-skorti en viss önnur kyn. Það er sannað mál, að viss umhverfis- atriði, svo og þolraunir (stress), hafa trufl- andi verkanir á efnaskiptin og valda tæm- ingu vitamínforða. Þetta skeður t. d. þegar of þröngt er í húsi, þegar skipt er um hús eða fóður, við flutning, við of hátt eða of lágt hitastig, í dragsúg, við smit, vegna sníkla o. s. frv. Allt þetta eru atriði sem óbeint valda vita- mínskorti. Mesta þýðingu hafa annars þau næring- aratriði, sem móta neikvæð áhrif og auka þörfina á E-vitamíni, svo sem herzla ómett- aðra sýrna, óreglulegt uppsog amínósýrna, vögglað fóður eða önnur aflfræðileg með- ferð þess, verkanir málmsalta eða annarra efna, sem valda efnabreytingum eða stöðn- un efnahreyfinga, og sitthvað fleira, sem hér skal ekki rakið. Fita og hörðnun hennar. Af því, sem hér um ræðir, virðast þau at- riði, er varða hörðnun fituefnanna, vekja sérlega eftirtekt, ekki sízt af því, að í norsk- um fóðurblöndum handa holdafuglum er um 3% fita. Að herzla fitunnar dregur að sér athygli manna er eðlilegt þar eð þýð- ingarmesti kvillinn, sem tengdur er E-vita- mínskorti í Noregi, er heilasköddunin. Þýðing vitamínsins sem andsýrings, er hér aðalatriði, þar sem sannað er, að um- ræddan kvilla er hægt að hindra með notk- un vitamínsins. Á það má benda, að þá fyrst varð heilarýrnunar vart hjá fuglum í Noregi er byrjað var að ala holdafugla og farið var að blanda ákveðnu magni fitu í fóðrið. Enn- fremur er vert að minnast þess, að flestir þeir fuglakvillar, sem gera sín vart þegar vitamín skortir, eru undir eftirliti í Noregi, aðrir en þeir, sem háðir eru fituleysanleg- um vitamínum. Fóður, frá nokkrum fóðurvöruframleið- endum, virtust verka misjafnlega á heila- skemmdir fuglanna. Þeir notuðu fitu af ýmsum uppruna í blöndur sínar. Þrátt fyrir ákvarðanir hins opinbera um gerð og gæði fitu, sem sett er í fóðurblöndur, virðist stundum ástæða til að efast um gæði þeirr- ar fitu, sem notuð er. Annars er það svo, að opinber fyrirmæli eru einnig um íblönd- un andsýrandi efna, annarra en E-vitamíns. Þegar grasmjöl er í fóðurblöndum má einn- ig blanda í þær andsýrandi efnum, en magn þeirra má þó ekki vera meira en 150 mg í kg blöndu. F R E Y R 483

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.