Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1972, Page 59

Freyr - 01.12.1972, Page 59
arfénu. Ekki er að vænta að saltmagn blóðsins breytist mikið við salthungur. Munurinn á hemóglóbíni á fénu á Hvann- eyri og fénu í réttunum nú í haust er sennilega mælikvarði á það hve mikill vökvi er í skepnunni (4). Blóð skepnunnar og annar vökvi utan frumnanna nemur um fjórða hluta af þunga hennar. í sauðkind gætu því verið 10—14 lítrar af vökva. Þeg- ar hemóglóbínmagnið hefur aukizt um 15% gæti skepnan hafa misst meira en einn lítra við salthungrið. í þessu vökva- magni eru 4—5 g natríums og það er sá forði sem hún gæti haft með sér á fjall ef vel væri búið að henni í byggðinni. Þörfin fyrir natríum og klór. Öllu réttara er að tala um þörfina fyrir natríum og klór en matarsalt því að natr- íumþörfin er litlu meiri en klórþörfin miðað við þau hlutföll sem eru í matar- salti. Þörfina má ákvarða á ýmsan hátt. — Líkaminn getur nýtt efni eins og natr- íum og klór hvað eftir annað þótt þau séu á hreyfingu innan líkamans, og þess vegna virðist réttmætt að reikna viðhaldsþörfina eftir því hve mikið líkaminn lætur frá sér af þessum efnum (í saur + svita + þvagi). — Enska tilraunaráðið (ARC) (6) áætlar að nautgripir gefi frá sér 1,7 g natríums á 100 kg lifandi þunga á dag og 2,6 g klórs á 100 kg lifandi þunga á dag. Ef við gerum ráð fyrir að meðalþungi íslenzkra kúa sé 400 kg ætti viðhaldsþörfin að vera 6,8 g natríum og 10,4 g klórs á dag. Áðurnefndir aðilar reikna með að í kúa- mjólk sé 0,6 g natríum í hverju kílógrammi og 1,15 g af klór. Heildarþörf íslenzkra nautgripa fyrir natríum og klór ætti því að vera eins og segir í töflu 5. Matarsalt og fóðrun. Tölurnar í töflunni sýna g efnanna á dag. Síðasti dálkurinn, sem sýnir matar- salt, er miðaður við þörfina fyrir natríum, en hún er hlutfallslega nokkru meiri en Tafla 5. Natríum Klór Matarsalt 0 6,8 10,4 17,3 0 (2 síðustu f. burð) mán. 9,0 12,2 22,9 10 13,1 21,9 33,4 20 19,4 33,4 49,3 30 25,7 44,9 65,4 hlutföllin milli þessara efna eru í matar- saltinu eins og að ofan segir. Á vegum búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP) hefur Frens (7) reiknað út líking- ar til ákvörðunar á natríum- og klórþörf nautgripa. Niðurstöður hans byggja á hollenzkum rannsóknum. Líkingarnar eru: g natríum á dag í fóðri = 0,016 V + 0,75 M g klór á dag í fóðri = 0,04 V + 1,1 M V = líkamsþungi í kg M = mjólkurmagn í kg á dag. Samkvæmt þessum tölum er þörfin ör- litlu meiri en ensku tölurnar gefa til kynna en munurinn er þó hverfandi. Við 20—30 kg nyt er þörfin fyrir salt 3—4 sinnum meiri en til viðhalds. Ef borið er saman hvað kýrin þarf af natríum og það sem hún fær úr töðunni og miðað er við efnamælingar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins kemur í ljós eftirfarandi: 1. Kýr sem étur eftir lyst sinni 10—12 kg heys á dag í geldstöðu fyrir burð með meðalmagn natríum 0,11% í heyi, þá fær hún 11—12 g natríum, þarf 9. Þetta dugar með naumindum. 2. Ef er lágmarksmagn natríum í töðunni er það helmingi minna, þannig er það í ýmsum landshlutum, þá fær hún aðeins 5—6 g sem er alltof lítið. 3. Hámarksmagnið virð- ist fullnægjandi fyrir kýrnar. 0,16% er meðalmagnið á Vesturlandi og það merkir að kýr sem étur að lyst sinni fær nóg natríum allt til 15 kg' nytar. Sauðfé þarf á tiltölulega meira magni 515 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.