Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 9

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 9
qm ix NORjSHA BÆNDSMENNlNCflN Eftirfarandi grcin með myndum er úrdráttur úr norsku ritverki, sem á var minnzt í Frey nr. 19—20 í ár. Þetta getur verið ágæt fyrir- mynd að menningarsögu íslenzkra bænda þegar hún verður skráð. Ritstj. Bóndinn og ættin. „Norski bóndinn hefur löngum verið litinn sem veglegur fulltrúi fólksins. Til forna var stétt hans stórráð í landinu. Bænda- þjóðin var aðall íbúanna og frelsi bóndans var allsráðandi. Mestu höfðingjar landsins voru bændur, meira að segja var konung- urinn það líka.“ Þannig hefur sagnfræðingurinn Rudolf Keyser túlkað stöðu bóndans, og bónda- heitið var mikið virðingarnafn um margar aldir, meira að segja vildi bóndi nokkur bera þann titil framvegis og ekki gerast riddari þegar konungur bauð slíka virð- ingu. Uppruni orðsins „bóndi“ er titill þess, sem búandi var á heimili sínu og átti jörðina, en síðar náði það til allra, sem höfðu land til umráða og nytjuðu það til búskapar. Virðingarheitið „óðalsbóndi“ varð síðar til og byggðist á þeirri forsendu, að sama ættin hafði nytjað eigin bújörð að minnsta kosti 60 ár, en þá fyrst fékkst viðurkenn- ing á vissum réttindum, sem ættaróðulun- um gátu fylgt og tryggja skyldi ættunum áframhaldandi eignar- og umráðarétt jarð- anna, þar á meðal endurkauparéttinn, ef óðal gekk úr ættinni um skeið. Ættin var hér orðin æðri en einstakl- ingurinn. Réttindi hennar voru þannig víðtækari en persónunnar. Ættin var eig- andinn, og heill hópur fólks gat því verið tengdur óðalinu, jafnvel fleiri ættliðir í senn eða tugir manna. Þetta var lítið og lokað samfélag, með viss réttindi og kvað- ir, en sá elzti á heimilinu oftast eða alltaf fulltrúi ættarinnar út á við. Land og bygg- ingar og bú var félagseign og fyrir því réði ættarhöfðinginn, óðalsbóndinn. Hann stjórnaði öllum athöfnum og börn hans, makar þeirra og barnabörn hlutu að lúta valdi hans. Þetta var hin uppruna- lega félagskerfun, sem líklega hefur þó verið farin að riðlast eitthvað fyrir vík- ingaöld. Ættaróðulin voru víðlend og náðu yfir nytjalönd og fjöll og heiðar. í landnámi þeirra voru ný býli reist. Og hvort sem það nú voru ættmenni upprunalegu óðals- bændanna eða aðkomufólk var það stað- reynd, að sumir nýbyggjenda fengu leyfi til að móta óðalsrétt á þessum nýju bænda- býlum. Uppeldi ýmissa aðilja óðalsættanna var mótað þannig, að réttur þeirra og frami F R E Y R 465
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.