Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 34
Hópur norskra búenda frá Rogalandi, staddur í Hótel Sögu. Lengst til vinstri er fararstjórinn. Á mynd-
inni eru, auk Norðmannanna, Árni G. Eylands (lengst til hægri) og kona hans (sú þriðja frá hægri.
landið býður, einkum jarðhitann og nýt-
ingu hans. Og svo eru þeir, sem spyrja
mikið um önnur öfl og nýtingu þeirra,
einkum vatnskraftinn, orkuframleiðslu og
hlunnindi af laxveiðum eða veiðirétt og
leigu hans.
Á síðasta sumri komu hingað hópar
bændafólks sem hér segir:
. Félag ungra fjárræktarmanna í Græn-
landi efndi til hópferðar og dvaldi hér dag-
ana 16.—21. júlí. í hópnum voru 38 konur
og karlar. Fór hann um Suðurland, Borgar-
fjörð, umhverfi Reykjavíkur og skoðaði svo
ýmis fyrirtæki, sem bændur hafa stofnað
og starfrækja í Reykjavík. Töldu þeir hér
sitthvað vera, sem bæði beint og óbeint
geti orðið þeim til fyrirmyndar í búskap
og félagslegu framtaki heima á Grænlandi
á komandi árum.
2. Sænska vikublaðið LAND, sem gefið
er út af bændasamtökunum, efndi til ferð-
ar hingað á vegum ferðaskrifstofu. Voru
þátttakendur 28 manns, konur og karlar.
Dvöldu Svíar hér á landi 8 daga og fóru
um Norðurland, allt til Kelduhverfis, suð-
ur um Kjöl og um Suðurland einnig. Hóp-
ur Svía kom hingað fyrir nokkrum árum
undir fararstjórn sama manns og nú. Á
vegum íslenzkra bændasamtaka mætti rit-
stjóri Freys hópnum í Bændahöllinni og
tjáði þar sitt af hverju um íslenzkan land-
búnað, sem fólkið vildi fræðast um, eftir
að hafa séð heilmikið af búskap og fram-
taki íslenzkra bænda undir fararstjórn frá
íslenzkri ferðaskrifstofu. Tjáði sænski far-
arstjórinn við það tækifæri undrun sína
yfir þeim framförum, sem hann hafi augum
litið og gerzt hafa síðan hann var hér á
ferð með annan bændahóp fyrir 6 árum.
3. Norskir bændur og nokkrar konur
þeirra komu hingað þann 11. ágúst og
dvöldu hér á landi 8 daga. Hópurinn var
frá Rogalandi og fararstjóri hans var ís-
lenzkur ráðunautur, sem starfandi er á því
landssvæði. Nafn hans er Arinbjörn Jó-
hannsson Kúld, er lokið hefur námi á Sem
í Noregi. Hópurinn ferðaðist um Borgar-
fjörð og Suðurland, skoðaði búskap og bú-
háttu og sitthvað annað, sem áhugi var
fyrir að kynnast hér. Þátttakendur í förinni
voru 22.
490
F R E Y R