Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1972, Side 51

Freyr - 01.12.1972, Side 51
í Ferjukoti bjuggu Sigurður og Elísabet Fjeldsted. Ekki man ég hvernig á því stóð að mig bar þar að garði, en það var mér og þeim, sem með mér var, boðið inn í ríkmannlega stofu og sá ég þar m. a. mikinn og fagran skáp útskorinn, eftir húsbóndann. Gamli höldurinn var mjög ræðinn og hef ég sjálfsagt minnst á Andrés lækni son hans og Guðmund refaskyttu. Kempulegra gamalmenni minnist ég ekki að hafa séð. Hann var þrekinn vel og mikilúðlegur, skeggið mikið, og fór vel. Þægilegur var hann í viðmóti og alúðlegri en ég hafði gert mér í hugarlund um stór- menni þetta. Bróður Andrésar, Daníels Fjeldsted, vil ég einnig geta. Hann var þá gamall maður, hvítur fyrir hærum, en mikill vexti og kempulegur og ljúfur í viðmóti. Komum við Hvanneyrarsveinar oft til hans, en hann bjó í Hvítárósi (Hólmum), sem var hjáleiga frá Hvanneyri, eða a. m. k. til- heyrði Hvanneyrartorfunni. Þar var aðal- ferjustaðurinn vestur yfir Hvítá, en dótt- ursonur Daníels, Þorsteinn Vernharðsson, ferjumaðurinn og hægri hönd gamla mannsins við búskapinn. * ❖ * Hvítárós var sérkennilegasta bújörð sem ég hef séð. Túnið var ekki annað en gróinn hóll þar sem húsin stóðu, ekki mikill um- máls, varla mikið yfir vallardagssláttu að stærð, að ég ætla. Um stórstraumsflæðar, þá er þær verða mestar, var hóllinn um- flotinn, en slægjulandið var gulstararengi, kólfur stararinnar var gildur eins og mannsfingur og mældist mér hún víða um 1 metri á hæð, allt kýrgæft, grunnurinn sléttur og harður, þegar út féll, en flóð voru sjaldgæf að sumrinu. Þarna var þá stórt bú, að mér fannst: 10—12 nautgripir, á annað hundrað fjár og nokkrir hestar. Nú er fyrir löngu búið að leggja þessa jörð í eyði. Að síðustu vil ég geta manns, sem dvaldi í héraðinu á skólaárum mínum á Hvann- eyri. Það var Sigurður Sigurðsson, (slemb- ir). Var hann þá sýsluskrifari hjá Sigurði Þórðarsyni, sýslumanni í Arnarholti síðar lengi lyfsali í Vestmannaeyjum, þjóðkunn- ur maður fyrir frumkvæði að björgunar- og slysavarnarmálum. Gott skáld og af sumum talinn höfundur eins bezt kveðna ástarljóðs á íslenzku, í ljóðabók hans útg. 1912. Ensk kona og Sigurður Fjeldsted á laxveiðum. F R E Y R 507

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.