Freyr - 01.12.1972, Side 28
E-vitamín í fóðurblöndum.
Þegar reikna skal magn E-vitamíns í fóð-
urblöndur, skal telja með eðlilegt magn
tokoferols í ýmsum samböndum fóðurefn-
anna. Að sjálfsögðu er magnið háð gæðum
hinna einstöku efna í blöndunni, sem getur
verið talsvert breytilegt. Náttúrlegar birgð-
ir af E-vitamíni í hinum einstöku hráefn-
um blöndunnar geta verið mjög háðar um-
hverfinu og niðurrifsöflum þess, einkum
þegar um ræðir snertingu við ómettaðar
feitar sýrur. Þá er eðlilegt að minnast þess,
að E-vitamín, íblandað sem tokoferylacetat,
er mjög stöðugt efnasambandi og hefur
ekki efnaverkanir í fóðrinu né í meltingar-
vegi skepnunnar. Þessvegna getur það
skeð, að fjölsýrandi efnabreytingar í hrá-
efnum fóðurblöndu geti haft neikvæðar
verkanir á E-vitamínefnaskiptin í fóðrinu
eða í meltingarfærum fuglanna.
E-vitamínþörfin.
Þörf einstaklingsins fyrir E-vitamín virðist
í tilraunum glöggt mörkuð á fugl við góð
skilyrði, en sé miðað við heilar áhafnir og
venjuleg skilyrði fer því fjarri, af því að
þá eru ótal atriði, sem eru á allt annan veg
en þar sem tilraunir eru gerðar.
Séu öll atriði tekin með í dæmið, —
fóðrun, umhverfi og arflæg fyrirbæri —
sem á ýmsa vegu draga úr lífrænum ár-
angri E-vitamíns, er það auðskilið mál, að
ekki er unnt að ákveða nákvæmlega þörf-
ina fyrir vitamínið á almennum vettvangi.
Þessvegna eru engar fastar forskriftir til
um virkilega þörf við venjuleg skilyröi. ..
í Noregi eru til opinber fyrirmæli, lög
og reglugerðir, um ákveðið magn af E-
vitamíni (tokoferylacetat) er setja skal í
fóðurblöndur.
Þar eð E-vitamín hefur ekki eiturverk-
anir virðist engin hætta vera bundin því
að nota meira magn en beinar þarfir krefja.
í samræmi við það, sem að framan er
sagt um þessi efni, ætti að vera eðlilegt að
blöndun í ungafóður alifugla í Noregi sé
ekki háð hámarksákvæðum. En það er nú
svo, að fyrirmæli eru um að tilkynnt sé
hversu mikið er notað í fóðurblöndurnar.
Vel má vera, að ástæða þyki til að við-
urkenna einnig aðra andsýringa en vitamín
E til þess að stöðva efnahreyfingar fitu eða
grasmjöls í fóðurblöndum.
Frjáls notkun E-vitamíns og aukna notk-
un annarra andsýringa mætti skipuleggja
með tilraunum, sem gæfu til kynna niður-
stöður, er verða mættu hinn rauði þráður
í sanngjarnri notkun umræddra efna þegar
um ræðir fóðrun á almennum vettvangi.
% H: *
Eftirmáli.
Um áratugi hafa rannsóknir á þörfum manna og
dýra fyrir vitamín verið ofarlega á baugi. Með
tilraunum og rannsóknum hefur tilvera vitamína
verið staðfest, þeim gefin heiti og auðkenni og sum
þeirra eru framleidd í efnaverksmiðjum. Skortur
á vitamínum i næringu manna og skepna hefur
einatt í för með sér vissa annmarka og kvilla, eða
alvarleg veikindi ef skorturinn er mikill og lang-
vinnur.
Um áratugi hafa menn vitað um vitamín E og
ýmsar verkanir þess, eða réttara sagt annmarka þá,
sem koma í ljós þegar vitamín þetta skortir, en
allt fram á síðustu ár hefur yfirleitt lítið verið
vitað um fjölþætt áhrif þessa vitamíns.
Svonefndir tokoferólar eru framleiddir og notaðir
til blöndunar í fóður af því að sannað hefur verið
að þeir hafa verkanir álíka eða eins og E-vitamínið.
Uppi eru nú umfangsmiklar athafnir til þess að
komast að raun um hvaða mælieiningar hægt er
að nota til þess að sjá lífverum fyrir nægilegu
magni þess svo að tryggt sé, að skortur valdi ekki
veilum eða veikindum.
Framanskráð grein hefur verið fengin til birting-
ar til þess að gera almenningi ljóst hvað um er að
ræða, án þess að geta markað nánar almenn viðhorf
með tilliti til þessa efnis.
Um skeið hefur verið vitað um þýðingu E-vita-
míns með tilliti til frjósemi æðri dýra. Það hafa
íslenzkir bændur og þekkt, en ekki vitað að stóð
í samhandi við E-vitamín, sem sé þýðingu þess að
skepnur njóti grænna grasa sem fóðurs. I því sam-
bandi má líka minna á, að sannað hefur verið, að
gamalt og lélegt hey skortir umrætt vitamín. Einnig
hafa menn lengi þekkt, að ofneyzla Iaklegrar fitu
hefur haft í för með sér hjartaveilur og fleiri
galla, sem nú er vitað að standa í vissu sambandi
við skort á umræddu vitamíni.
Nánar verður vonandi hægt að greina frá þessum
hlutum og öðru, sem tengt er E-vitamíni, á kom-
andi árum. G.
484
F R E Y R