Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 70
A/°iAr
Neyzluvatn frá Noregi til Þýzkalands.
, Mengun“ er orð, sem er á hvers manns vörum
síðustu mánuðina. Andrúmsloftið, jörðin, vatnið og
flest annað er mengað, segja menn. í sumum lönd-
um er þetta meira en orðagjálfur, það er alvara.
Vötn í iðnaðarlöndum eru víða að verða eða orðin
eitruð svo að líf þróast ekki í þeim. Hundruð
lesta af vatnafiski hafa farist í Rín þegar vissar
verksmiðjur hafa eitrað vatnið með mengandi efn-
um.
í Þýzkalandi er neyzluvatn sumstaðar unnið úr
skólpi. Nú eru umræður í gangi og verða víst að
veruleika, að flytja neyzluvatn með skipum frá
Norður-Noregi til Vestur-Þýzkalands, dæla því þar
upp í vatnsgeyma og sækja stöðugt nýjar birgðir.
Stóru tankskipin, sem nú eru smíðuð, geta flutt í
einu á annað hundrað þúsund lestir í einu, eða
meira en 100 milljónir lítra.
Hver veit nema röðin komi að íslandi að af-
greiða neyzluvatn til annarra landa í náinni fram-
tíð? Mengað andrúmsloft iðnaðarborga erlendis
mengar einnig regnvatnið, og hver veit nema að
þessu kveði innan tíðar í þeim mæli, að gott þyki
og lífsnauðsyn að flytja íslenzka, hreina og ómeng-
aða, fjallalæki með skipum til Bretlands og Belgíu?
Brezk aðild
að Efnahagsbandalaginu var samþykkt í neðri mál-
stofu brezka þingsins með 17 atkvæða mun í júlí.
Talið er víst að lávarðadeildin muni einnig sam-
þykkja aðildina og drottningin leggja blessun sína
yfir þessar gerðir svo að Bretar verði aðiljar þar
um komandi áramót. Ýmsar samverkandi ráðstaf-
anir er þegar farið að gera vegna þátttökunnar
í hinum ýmsu aðildarlöndum, einkum í markaðs-
málum.
I sautján löndum
Evrópu var mjólkurneyzla á mann s. 1. ár að með-
altali 323 kg eða einu kg minna en árið áður. Af
þjóðum þeim, sem taldar eru meðal umræddra 17,
var neyzlan mest í Finnlandi eða 588 kg á íbúa.
Væri neyzla mjólkur eða mjólkurafurða jafn mikil
hér á landi svaraði það til þess, að við hefðum
etið og drukkið 120 milljónir kg. Langt frá markinu
erum við ekki en naumlega erum við þó jafnokar
Finna á þessu sviði.
Eggjaframleiðsla
meðalhænu í Þýzkalandi hefur því sem nær tvö-
faldast á síðastliðnum 20 árum, fyrst og fremst
með því að blanda saman kynjum. Þýzkar kyn-
bótastöðvar tjá, að á árinu 1971 hafi meðalhænan
gefið af sér 224 egg um árið, en 1961 aðeins 160
egg og 1951 120 egg. í fylkinu Weser — Ems var
varpið bezt, en þar fengust 240 egg eftir meðal-
hænuna árið 1971.
FREYR
sendir lesendum sínum
og öbrum landsmönnum
beztu jólakveðjur
526
F R E Y R