Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 70

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 70
A/°iAr Neyzluvatn frá Noregi til Þýzkalands. , Mengun“ er orð, sem er á hvers manns vörum síðustu mánuðina. Andrúmsloftið, jörðin, vatnið og flest annað er mengað, segja menn. í sumum lönd- um er þetta meira en orðagjálfur, það er alvara. Vötn í iðnaðarlöndum eru víða að verða eða orðin eitruð svo að líf þróast ekki í þeim. Hundruð lesta af vatnafiski hafa farist í Rín þegar vissar verksmiðjur hafa eitrað vatnið með mengandi efn- um. í Þýzkalandi er neyzluvatn sumstaðar unnið úr skólpi. Nú eru umræður í gangi og verða víst að veruleika, að flytja neyzluvatn með skipum frá Norður-Noregi til Vestur-Þýzkalands, dæla því þar upp í vatnsgeyma og sækja stöðugt nýjar birgðir. Stóru tankskipin, sem nú eru smíðuð, geta flutt í einu á annað hundrað þúsund lestir í einu, eða meira en 100 milljónir lítra. Hver veit nema röðin komi að íslandi að af- greiða neyzluvatn til annarra landa í náinni fram- tíð? Mengað andrúmsloft iðnaðarborga erlendis mengar einnig regnvatnið, og hver veit nema að þessu kveði innan tíðar í þeim mæli, að gott þyki og lífsnauðsyn að flytja íslenzka, hreina og ómeng- aða, fjallalæki með skipum til Bretlands og Belgíu? Brezk aðild að Efnahagsbandalaginu var samþykkt í neðri mál- stofu brezka þingsins með 17 atkvæða mun í júlí. Talið er víst að lávarðadeildin muni einnig sam- þykkja aðildina og drottningin leggja blessun sína yfir þessar gerðir svo að Bretar verði aðiljar þar um komandi áramót. Ýmsar samverkandi ráðstaf- anir er þegar farið að gera vegna þátttökunnar í hinum ýmsu aðildarlöndum, einkum í markaðs- málum. I sautján löndum Evrópu var mjólkurneyzla á mann s. 1. ár að með- altali 323 kg eða einu kg minna en árið áður. Af þjóðum þeim, sem taldar eru meðal umræddra 17, var neyzlan mest í Finnlandi eða 588 kg á íbúa. Væri neyzla mjólkur eða mjólkurafurða jafn mikil hér á landi svaraði það til þess, að við hefðum etið og drukkið 120 milljónir kg. Langt frá markinu erum við ekki en naumlega erum við þó jafnokar Finna á þessu sviði. Eggjaframleiðsla meðalhænu í Þýzkalandi hefur því sem nær tvö- faldast á síðastliðnum 20 árum, fyrst og fremst með því að blanda saman kynjum. Þýzkar kyn- bótastöðvar tjá, að á árinu 1971 hafi meðalhænan gefið af sér 224 egg um árið, en 1961 aðeins 160 egg og 1951 120 egg. í fylkinu Weser — Ems var varpið bezt, en þar fengust 240 egg eftir meðal- hænuna árið 1971. FREYR sendir lesendum sínum og öbrum landsmönnum beztu jólakveðjur 526 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.