Freyr - 01.12.1972, Side 44
frá Hæli í Flókadal. Allir þessir „borð-
stjórar", eins og þeir voru kallaðir, unnu
verk þetta af mesta dugnaði og samvizku-
semi, enda hafa þeir reynzt vel í skóla
lífsins og eru þeir allir lifandi enn.
Fæðiskostnaðurinn síðari veturinn 1913
—’14, varð heldur hærri, eða kr. 110,55.
Þjónustu og matreiðslugjaldið hið sama.
Ekki get ég stillt mig um að birta hér
listann yfir matföng þau, er við eyddum
þessa vetur, þar eð þessi listi mun nú vera
í fárra höndum, og væri fróðlegt að fá
slíkan samanburð frá skólum nú til dags.
Það skal tekið fram, að við vorum vel
aldir og yfirleitt voru allir ánægðir með
matinn. Ekki veit ég hve mikið umsjónar-
mennirnir tóku fyrir verk sitt, og væri það
þó fróðlegt. Því hefur vafalaust verið vel
í hóf stillt.
Listinn nær yfir báða veturna og á síðari
talan við matarefni síðari veturinn.
4950 pd. rúgmjöl 6375 pd.
1653 — haframjöl 1500 —
1571 — hveiti II 1700 —
381 — — I 400 —
1097 — hrísgrjón 1200 —
131 — hálf baunir 127 —
145 — sagógrjón 40 —
35 — kartöflumjöl 51 —
700 — salt 800 —
60 — laukur 85 —
495 — steyttur melis 1050 —
300 — púðursykur 350 —
60 — sveskjur 120 —
114 — rúsínur 156 —
22 y2 — kaffi 23 —
9 — kaffibætir 9 —
16 pottar saft 37 pottar
9936 — undanrenna 21910 —
1736 — nýmjólk 490 —
53 — rjómi 40 —
201 Pd. mysuostur 480 pd.
400 — undanrennuostur 251 —
880 — smjörlíki 1050 —
2575 — kartöflur 2880 —
2000 — rófur 2300 —
500
1480 — saltfiskur 1440 —
1840 — sauðakjöt 1943 —
1720 — hrossakjöt 1928 —
423 — mör 283 —
124 — kindaslátur 162 —
Verð allrar vörunnar fyrri veturinn nam
alls kr. 4.285,68 er skiptist á 42 pilta eða
kr. 102,04 í hlut. Verð vörunnar síðari vet-
urinn var samt. kr. 5.416,95 er skiptist á
49 pilta, eða kr. 110,55 á hvern.
Þess vil ég geta, að þá voru svonefnd
bætiefni fæðunnar óþekkt, a. m. k. hér á
landi. Það liðu um 5 ár þar til þeirra var
getið í riti hér.
Þetta var nú nánast útúrdúr. Ég ætla
ekki að rita um skólalífið á Hvanneyri,
kennsluna og kennarana. Það hefur skóla-
bróðir minn Þorgils Guðmundsson, frá
Valdastöðum í Kjós, gert með ágætum.
❖ * *
Ferðasöguna suður ætla ég að drepa a.
Hún var fyrsta sjóferð mín á gufuskipi,
dönsku, en af alræmdum viðskiptum og
viðmóti skipverja, höfðum við lítið að
segja. Við vorum sjálfum okkur nógir með
mat og rúmfatnað, og þurftum fátt til
skipsmanna að sækja. Skip það, er við
fórum með: Vesta, kom aðeins við á Isa-
firði. Við vorum þrír í samfloti, Guðmund-
ur Guðmundsson frá Sela-Kirkjubóli í
Önundarfirði, síðar um áratugi bóndi á
Sæbóli hér í sveit, varð okkur samferða
til Hvanneyrar. Hann er nú látinn fyrir
fáum árum. Annars eru 13 af 19, sem út-
skrifuðust frá Hvanneyri vorið 1914, lif-
andi enn eftir 58 ár.
Við félagar bjuggum um okkur, ásamt
fleirum, á milliþilfari, en lestarhlerum
lokað. Ljósker logaði í lestinni, svo ekki
var dimmt. Margt fólk var einnig í neðri
lestinni, og svaf þar í flatsæng. í þeim
hóp var Sigurður Skagfield, sem einnig var
á leið í Hvanneyrarskólann, en ekki kynnt-
F R E Y R