Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 51

Freyr - 01.12.1972, Qupperneq 51
í Ferjukoti bjuggu Sigurður og Elísabet Fjeldsted. Ekki man ég hvernig á því stóð að mig bar þar að garði, en það var mér og þeim, sem með mér var, boðið inn í ríkmannlega stofu og sá ég þar m. a. mikinn og fagran skáp útskorinn, eftir húsbóndann. Gamli höldurinn var mjög ræðinn og hef ég sjálfsagt minnst á Andrés lækni son hans og Guðmund refaskyttu. Kempulegra gamalmenni minnist ég ekki að hafa séð. Hann var þrekinn vel og mikilúðlegur, skeggið mikið, og fór vel. Þægilegur var hann í viðmóti og alúðlegri en ég hafði gert mér í hugarlund um stór- menni þetta. Bróður Andrésar, Daníels Fjeldsted, vil ég einnig geta. Hann var þá gamall maður, hvítur fyrir hærum, en mikill vexti og kempulegur og ljúfur í viðmóti. Komum við Hvanneyrarsveinar oft til hans, en hann bjó í Hvítárósi (Hólmum), sem var hjáleiga frá Hvanneyri, eða a. m. k. til- heyrði Hvanneyrartorfunni. Þar var aðal- ferjustaðurinn vestur yfir Hvítá, en dótt- ursonur Daníels, Þorsteinn Vernharðsson, ferjumaðurinn og hægri hönd gamla mannsins við búskapinn. * ❖ * Hvítárós var sérkennilegasta bújörð sem ég hef séð. Túnið var ekki annað en gróinn hóll þar sem húsin stóðu, ekki mikill um- máls, varla mikið yfir vallardagssláttu að stærð, að ég ætla. Um stórstraumsflæðar, þá er þær verða mestar, var hóllinn um- flotinn, en slægjulandið var gulstararengi, kólfur stararinnar var gildur eins og mannsfingur og mældist mér hún víða um 1 metri á hæð, allt kýrgæft, grunnurinn sléttur og harður, þegar út féll, en flóð voru sjaldgæf að sumrinu. Þarna var þá stórt bú, að mér fannst: 10—12 nautgripir, á annað hundrað fjár og nokkrir hestar. Nú er fyrir löngu búið að leggja þessa jörð í eyði. Að síðustu vil ég geta manns, sem dvaldi í héraðinu á skólaárum mínum á Hvann- eyri. Það var Sigurður Sigurðsson, (slemb- ir). Var hann þá sýsluskrifari hjá Sigurði Þórðarsyni, sýslumanni í Arnarholti síðar lengi lyfsali í Vestmannaeyjum, þjóðkunn- ur maður fyrir frumkvæði að björgunar- og slysavarnarmálum. Gott skáld og af sumum talinn höfundur eins bezt kveðna ástarljóðs á íslenzku, í ljóðabók hans útg. 1912. Ensk kona og Sigurður Fjeldsted á laxveiðum. F R E Y R 507
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.