Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 27

Freyr - 01.12.1972, Blaðsíða 27
Stöku sinnum hefur álíka orðið vart meðal kalkúnaunga, þar sem skoðun leiddi í ljós vöðvarýrnun í þörmum, hjörtum og bringum. Þar stoðaði E-vitamín ekki til lækninga og selen var ekki reynt. Vitamin E í efnaskiptum. Það fyrirbæri, að heilarýrnun er langt- um algengari en lopabólga og vannæring vöðva í norskum fuglum er í samræmi við, að E-vitamínvöntun hefur misjafna þýð- ingu í sambandi við mögnun umræddra kvilla. í hvaða samböndum E-vitamínið finnst í fóðri og hvernig það verkar í efnaskiptum líkamans, er hvergi nærri vel upplýst enn. Ýmsar kenningar eru þar frammi. Bent hefur verið á innbyrðis tengsli þess við selen og brennisteinstengdar amínósýrur, í einhverju kerfi próteinmyndunar, t. d. frumuveggja. Meðan við bíðum eftir svör- um viðvíkjandi þessum efnum er eðlilegt að láta sér nægja að veita því eftirtekt, að viss vandamál eru nátengd E-vitamín- skorti. Þau fyrirbæri ber að skoða í ljósi arfgengra, fóðrunarlegra og umhverfismót- andi aðstæðna. Atriði sem auka hættu á E-vitamínskorti. Arfgengir þættir virðast að litlu leyti á- kveðnir. Hættan sýnist vera mest meðal holdafugla, líklega af því að þeir eru svo hraðvaxta, og þar því mest hætta á heila- sköddun. Einnig virðist svo sem Hvítir ítalir og kynblendingar þeirra séu næmari fyrir E-skorti en viss önnur kyn. Það er sannað mál, að viss umhverfis- atriði, svo og þolraunir (stress), hafa trufl- andi verkanir á efnaskiptin og valda tæm- ingu vitamínforða. Þetta skeður t. d. þegar of þröngt er í húsi, þegar skipt er um hús eða fóður, við flutning, við of hátt eða of lágt hitastig, í dragsúg, við smit, vegna sníkla o. s. frv. Allt þetta eru atriði sem óbeint valda vita- mínskorti. Mesta þýðingu hafa annars þau næring- aratriði, sem móta neikvæð áhrif og auka þörfina á E-vitamíni, svo sem herzla ómett- aðra sýrna, óreglulegt uppsog amínósýrna, vögglað fóður eða önnur aflfræðileg með- ferð þess, verkanir málmsalta eða annarra efna, sem valda efnabreytingum eða stöðn- un efnahreyfinga, og sitthvað fleira, sem hér skal ekki rakið. Fita og hörðnun hennar. Af því, sem hér um ræðir, virðast þau at- riði, er varða hörðnun fituefnanna, vekja sérlega eftirtekt, ekki sízt af því, að í norsk- um fóðurblöndum handa holdafuglum er um 3% fita. Að herzla fitunnar dregur að sér athygli manna er eðlilegt þar eð þýð- ingarmesti kvillinn, sem tengdur er E-vita- mínskorti í Noregi, er heilasköddunin. Þýðing vitamínsins sem andsýrings, er hér aðalatriði, þar sem sannað er, að um- ræddan kvilla er hægt að hindra með notk- un vitamínsins. Á það má benda, að þá fyrst varð heilarýrnunar vart hjá fuglum í Noregi er byrjað var að ala holdafugla og farið var að blanda ákveðnu magni fitu í fóðrið. Enn- fremur er vert að minnast þess, að flestir þeir fuglakvillar, sem gera sín vart þegar vitamín skortir, eru undir eftirliti í Noregi, aðrir en þeir, sem háðir eru fituleysanleg- um vitamínum. Fóður, frá nokkrum fóðurvöruframleið- endum, virtust verka misjafnlega á heila- skemmdir fuglanna. Þeir notuðu fitu af ýmsum uppruna í blöndur sínar. Þrátt fyrir ákvarðanir hins opinbera um gerð og gæði fitu, sem sett er í fóðurblöndur, virðist stundum ástæða til að efast um gæði þeirr- ar fitu, sem notuð er. Annars er það svo, að opinber fyrirmæli eru einnig um íblönd- un andsýrandi efna, annarra en E-vitamíns. Þegar grasmjöl er í fóðurblöndum má einn- ig blanda í þær andsýrandi efnum, en magn þeirra má þó ekki vera meira en 150 mg í kg blöndu. F R E Y R 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.