Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 5

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 76. árgangur Nr. 11, júnf 1980 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLl VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON Aðstoöarritstjóri: JÚLÍUS J. DANÍELSSON Heimiiisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 8000 árgangurínn Rilsljórn, innheiml afgreiðsla og auglysingar: BsndahóUinni, Reykjavík, sími 19200 Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavík — Sími 84522 EFNI: Betri ræktun Það er svo bágt að standa í stað Spásvæðabreytingar Vcðurstofunnar Ormaveiki í sauðfé o. fl. Bændur skrifa byggðasögu l.andbúnaðarsyningin í Osló Vetrarlömbin þrífast vel Er framtíð í framleiðslu páskalamba? Hundaæði eða bitæði Félag kartöOubænda við Eyjafjörð Betri ræktun Tún á íslandi eru nú talin vera á milli 130—140 þúsund hektarar eöa aðeins rúmlega einn hundraðasti af stærð landsins. Talið er, að hægt væri að rækta um einn fímmta af heildarflatarmáli landsins eða um tvær milljónir hektara. Reiknað hefur verið út, að hér mætti framfleyta fimmtán- til tuttuguföldum þeim bústofni, sem lands- menn eiga nú, með því að rækta og græða það af landinu, sem til þess er fallið. Þetta er gott til að vita, því að einhvern tíma kemur að því, að þörf verður á allri þessari ræktun og þessum gróðri til að framleiða matvæli og aðrar landbúnaðarvörur, ef ekki til neyslu hér á landi, þá fyrir aðrar þjóðir. Á næstu árum þarf tiltölulega lítið að auka túnræktina, en e. t. v. meira að huga að hagabótum — og því að tryggja, að gróðurlendið tapist ekki heldur aukist og batni. Ræktanlegt land verður umfram allt að varðveita fyrir allri ásókn, jafnt frá eyðingaröflum náttúrunnar og margvíslegri ásókn manna. Það er mikil skammsýni að segja sem svo, að ekki muni um það, þó að nokkrir skikar séu teknir undir sumarbústaði eða undir önnur mannvirki. Land, sem vel er fallið til landbúnaðar, á ekki að taka til annarra hluta, sé hægt með sæmilegu móti að komast hjá því. Þetta gildir auðvitað jafnt, þó að í bili sé ekki þörf á meiri framleiðslu og frekar sé sóst eftir landi til annars en einhverrar ræktunar. Nú, þegar nokkurt hlé mætti verða á nýræktun á flestum jörðum, ættu menn að hugsa því meira um að halda ræktuninni við og bæta hana. Gæta þarf að því, að framræslan sé í lagi og túnin verði ekki of blaut. Rök tún skila ekki fullum heyfeng og þar nýtist áburðurinn illa auk þess, sem þau skemmast enn meir en önnur af umferð. Gróðurfar þeirra breytist líka smám saman til hins verra. í stað bestu túngrasanna koma léleg grös og illgresi, sem ekki svarar áburðargjöf. Tún, sem hefur kalið, eru oft lengi að ná sér og svara illa áburðargjöf. Á kalárunum á síðasta áratug háði margur bóndinn harða baráttu fyrir því að geta aflað sér nægs fóðurs. Endurvinnsla túna gafst þá oft illa, og menn hvekktust á henni. Þá varð helst til tvenns að taka, að auka nýræktina og rækta meira grænfóður. Þannig fleyttu menn sér áfram svo vel, að furðu gegndi. Nú er öldin önnur, og mest er um það vert, að bændur finni ráð til þess að hafa meiri tekjur (eða sem mestar) af nokkuð minni framleiðslu. Laun bóndans koma fyrst og fremst af því, sem hann getur framleitt af heima- öfluðu fóðri. En áburðarkostnaður má ekki frekar en önnur útgjöld verða óhóflegur. Eina tryggingin fyrir því er, að ræktunin sé í lagi. Túnin verða að vera vaxin þeim gróðri, sem skilar góðum vexti með hóflegri áburðargjöf og getur gefið gott fóður. Það er því full ástæða til þess að hugsa meira til þess að endurvinna léleg eða skemmd tún en áður. Sennilegt er, að í sæmilegu árferði geti slík endurvinnsla gefist mikið betur en á kalárunum, þegar aðstæðurnar voru oft erfíðar til endursáningar í túnin. Því hefur verið haldið fram, að við stöndum hlutfallslega verr að jarðræktinni en búfjárræktinni. Engum dettur víst í hug, að framfarir Frh. á bls. 328. FRF.YR — 319

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.