Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 6
Hólmgeir Björnsson, sérfræðingur, Rannsóknastofnun landbúnaðarins: „Það er svo bágt að standa í stað .. Um málefni tilraunastöðvanna í jarðrækt Síðastliðið sumar vakti Bjarni E. Guðleifsson, tilraunastjóri, máls á málefnum tilrauna- stöðvanna á síðum Freys, og síðan hefur Játvarður Jökull Júlíussson tekið þátt í þessari umræðu. Brýn þörf var orðin á þessari umræðu, þar sem þessi málefni eru komin í hið mesta óefni. Fjárveitingavaldið virðist hafa miðað við, að fjárveitingar dygðu rétt til að halda í horfinu. Þær hafa hins vegar ekki nægt til að mæta kröfum samtímans um styttingu vinnutíma og bættan aðbúnað. Þrátt fyrir harða baráttu forráðamanna landbúnaðarrann- sókna, sem hafa lagt mikla áherslu á auknar fjárveitingar til tilraunastöðvanna, hefur ekki verið unnt að sinna endurnýjun og uppbyggingu. Slíkt leiðir jafnan til afturfarar eða jafnvel hruns fyrr eða síðar. í þessari grein verður fjallað um, hvaða þörf sé á tilraunastöðvunum, og jafnframt reynt að varpa frekara ljósi en Bjarni gerði á, hvernig tilraunastarfsemin í jarðrækt hefur dregist aftur úr, ekki aðeins tilraunastöðvarnar, heldur og sá þáttur starfseminnar, sem fer fram á Keldnaholti. Hins vegar leiði ég að mestu hjá mér að ræða rekstrarvanda tilraunastöðv- anna. Því verða vart gerð betri skil en Bjarni hefur gert. Saga tilraunastuðvanna. Tilraunastarfsemin hófst í aldar- byrjun í gróðrarstöðvunum í Reykjavík og á Akureyri. Frá Reykjavík fluttist starfsemin að Sámsstöðum í Fljótshlíð árið 1927. Menn gerðu sér snemma grein fyrir því, að tilraunir, sem gerðar væru á tveimur stöðum á landinu, gætu ekki gefið niður- stöður, sem giltu fyrir allt landið. Lítils háttar var gert af tilraunum víðar, og um skeið var starfrækt tilraunastöð á Eiðum. Fyrir um fjörutíu árum var ákveðið að stofna tilraunastöðvar á Austurlandi og Vesturlandi til viðbótar þeim, sem fyrir voru, þótt það drægist í nærri áratug að koma því í framkvæmd. Jafnframt var mönnum fullljóst, að þörf væri á samræmingu til þess, að til- raunastarfsemin gæfi sem mestan árangur. Var því stofnað Tilraunaráð jarðræktar, sem stjórnaði starfsemi tilraunastöðv- anna frá 1947 til 1965, þegar þær voru sameinaðar Atvinnudeild Háskólans og Rannsóknastofnun landbúnaðarins stofnuð. Áður hafði þó verið góð samvinna þar á milli, enda fjallaði Tilraunaráð jarðræktar einnig um starfsemi Atvinnudeildar Háskólans, eftir því sem við gat átt. Ætla má, að tilgangurinn með sameiningu þessara stofnana hafi verið að sameina kraftana til efl- ingar starfseminni. Með samein- ingunni yrði betur tryggt en áður, að vísindalegri sérþekkingu yrði beitt í þágu tilraunastarfseminnar og að sérfræðingar Atvinnudeild- arinnar fengju betri starfsvettvang en áður. Starfsemin hélt hins vegar áfram í svipuðum farvegi og áður, þannig að kostir skipulagsbreyt- ingarinnar sýndu sig ekki, en e. t. v. gætti nokkurrar óvissu í starfsem- inni fyrst í stað. Eftir á að hyggja var naumast við öðru að búast en að svona færi. Til þess, að skipu- lagsbreyting komi að gagni, þarf meira en að yfirstjórn sé flutt til. Paðþarf starfsfé. Þaðþarfaðsetjaí gang nýja krafta, sem vinna í þjón- ustu hins nýja kerfis, jafnframt því sem starfsháttum er breytt. Þegar um er að ræða rannsóknastarf- semi, sem er í uppbyggingu, verður þetta ekki gert án kostnaðarauka, því óhugsandi er að ætla sér að draga saman rannscknastarfsemi, 320 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.