Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1980, Qupperneq 34

Freyr - 01.06.1980, Qupperneq 34
Fólk, sem veikist af hundaæði, þjáist oft af ofboðslegum ótta við vatn eða aðra vökva. Reyni það að drekka vatn, fær það áköf krampaköst og fylgir þeim óstjórnleg hræðsla. Oft nægir það eitt að sjá vatn eða vatnsílát eða verða fyrir köldum andblæ frá opnum glugga til þess, að köst þessi komi fram. Hjá dýrum með hundaæði er þessi vatnsótti óþekktur. Nú á tímum má að nokkru leyti draga úr kvölum og krömpum þessara sjúklinga með kvalastillandi og róandi lyfjum, en engin ráð eru þekkt til þess að lækna hundaæði. Þeir, sem veikj- ast, deyja nær undantekningar- laust eftir 8—10 daga sjúkdóms- legu. Sjúkdómsgreining. Greining hundaæðis, bæði í dýrum og mönnum, er oft á tíðum erfið, einkum var svo áður fyrr, meðan próf til sjúkdómsgreiningar voru ekki tiltæk. Margir sjúkdómar, bæði í dýrum og mönnum, geta lýst sér með svipuðum hætti og hundaæði á byrjunarstigi. Því er það megin- regla, ef ákveðinn grunur leikur á því, að dýr sé haldið hundaæði, að loka það inni og bíða þess, hvernig veikin þróast. Fæst þá oft full vissa byggð á einkennum einum saman; jafnframt skal að sjálfsögðu girt fyrir, að dýrið valdi frekara tjóni. Sum þeirra prófa, sem notuð eru til að greina hundaæði með vissu, má gera á dýrinu lifandi, önnur fyrst eftir, að það er dautt. Þau próf, sem hér koma helst til greina, eru mælingar á mótefnum í blóði og litunarpróf á frumum af hornhimnu sjúklingsins. Eftir að sjúklingurinn er dauður, er mið- taugakerfi hans notað til prófana, ýmist með því að skoða sérstak- lega litaðar sneiðar úr miðtauga- kerfinu, með því að dæla súpu gerðri úr miðtaugakerfi sjúk- lingsins inn í heila á ungum músum eða með sérstöku litunarprófi á heilafrumum. Litunarprófin eru fljótleg, má ljúka samdægurs, sýkingarpróf á músum geta hins vegar tekið allt að þrem vikum. Þar sem mikið ríður á réttri og öruggri greiningu, munu víðast hvar notuð tvenn próf í hverju til- felli. Hundaæðisveiran. Eins og áður er um getið veldur sérstök veira hundaæði. Veira þessi er í lögun ekki ólík aflangri byssukúlu, sem er mjórri í annan endann, en þverskorin í hinn. Hef- ur veiru þessari verið skipað í flokk þann, sem rhabdo-veirur nefnast. Stærð veirunnar, efnafræðileg bygging og ýmsir eiginleikar eru nú sæmilega þekktir, enda hefur um alllangt skeið verið hægt að rækta hana í gróðri af lifandi frum- um ýmissa dýrategunda. Veiran er ekki hitaþolin og eyðileggst fljót- iega af flestum venjulegum sótt- hreinsunarefnum. Vítissóda- blanda er t. d. mikið notuð þar, sem sótthreinsunar er þörf vegna hundaæðis. Varnarráð. Eins og áður var vikið að eru enn ekki þekkt nein læknisráð gegn hundaæði, eftir að einkenni sjúk- dómsins eru komin fram. Hins vegar er hægt með ónæm- isaðgerðum að koma í veg fyrir sjúkdóminn, þó fólk hafi smitast af óðu dýri, ef nógu fljótt er brugðið við. Mikið ríður á því að fága og skola bitsárin þegar í stað. Best er að nota til þess volgt sápuvatn, séu viðeigandi sótthreinsunarlyf ekki tiltæk. Jafnframt er notað bóluefni eða bóluefni ásamt blóðvatni, sem í eru mótefni gegn hundaæðis- veiru. Blóðvatn þetta er annað hvort unnið úr blóði fólks, sem sjálft hefur verið bólusett, eða úr blóði hrossa, sem þráfaldlega hafa verið bólusett eingöngu í þeim til- gangi að vinna úr þeim blóðvatn með mótefnum gegn hundaæðis- veiru. Venjulega þarf fólk, sem fær slíka ónæmismeðferð, að láta sprauta sig daglega í 2—3 vikur, og er meðferðin mjög kvalafull fyrir sjúklinginn. Þar við bætist svo, að þau bóluefni, sem lengst hafa verið notuð í þessum tilgangi, valda ein- stöku sinnum alvarlegum skemmdum í miðtaugakerfi sjúk- lingsins með lömunum og jafnvel dauða. Á þetta einkum við um bóluefni, sem framleidd eru úr heila eða mænu dýra, sem sýkt hafa verið með sérstaklega að- hæfðum veirustofnum. Þar, sem hundaæði er landlægt, er algengt að bólusetja í varnar- skyni það fólk, sem starfs síns vegna er í mikilli hættu að smitast af hundaæði, t. d. rannsóknar- menn, dýralækna, veiðimenn o. s. frv. Nægir að bólusetja fólk í þess- um tilgangi tvisvar sinnum með 4—6 vikna millibili. Eftir 6 mán- uði þarf að gefa viðbótarskammt og síðan þarf eina bólusetningu á ári, ef halda á við nauðsynlegu ónæmi. Þar, sem hundaæði er landlægt í villtum dýrum, er víða fyrirskipað að bólusetja alla hunda og stund- um ketti líka. Endurtaka þarf þessa bólusetningu árlega eða annað hvert ár, allt eftir því hvaða bóluefni er notað. Talið er, að þar, sem slík almenn bólusetning á hundum og köttum hefur verið gerð árum saman, hafi verulega dregið úr því, að fólk verði fyrir áverkum af bitóðum dýrum. Það verður þó alltaf að hafa í huga, að þrátt fyrir bólusetningu geta bæði menn og dýr sýkst af hundaæði eins og dæmi sanna. Hinn frægi franski læknir Louis Pasteur hóf fyrir tæpri öld ásamt samverkamönnum sínum fyrstur 348 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.