Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 37

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 37
Félag kartöflubænda við Eyjafjörð Pann 13. mars sl. var stofnað Félag kartöflubænda við Eyjafjörð. Til- gangur félagsins er að vinna al- hliða að vexti og viðgangi kartöfluræktar á félagssvæðinu, en það er svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar, þ. e. Eyjafjarðarsýsla og tveir vestustu hreppar S.-Þing., Grýtubakkahreppur og Sval- barðsströnd. Samkvæmt lögum félagsins, sem samþykkt voru á stofnfundinum, geta þeir orðið félagsmenn, sem rækta kartöflur til sölu og eru ábú- endur á lögbýli og/eða eru heimil- isfastir á lögbýli. Félagið hyggst beita sér fyrir stofnun landssambands kartöflu- bænda og ýmsum fleiri brýnum hagsmunamálum kartöflubændaog einnig neytenda. Núverandi ástand í framleiðslumálum land- búnaðarins almennt gerirþað mjög brýnt, að vel sé hugað að þeim búgreinum, sem eiga enn eftir að geta vaxið og dafnað. 30 bændur gerðust félagar á stofnfundinum. Bændum á svæðinu skal sér- staklega á það bent að hafa sem fyrsí samband við félagið og gerast félagar. Framhaldsaðalfundur verður haldinn að loknum vorönnum. í stjórn félagsins voru kjörnir: Sveinberg Laxdal, Túnsbergi, formaður, Kristján Hannesson, Kaupangi, Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, Guðmundur Þórisson, Hléskógum, og Ingi Þór Ingi- marsson, Neðri-Dálksstöðum. Landbúnaðarsýning. Frh. afbls. 339. gafst sérstakt tækifæri til að kynn- ast landbúnaðarstefnunni í Noregi og framkvæmd hennar. Síðari dagarnir, sem gestir norska landbúnaðarblaðamanna- félagsins dvöldust í Osló, voru notaðir til ferðar um nágrennið og heimsókna til norskra bænda og svo til að eiga fundi með forystu- mönnum norskra bændasamtaka, þar sem félagskerfi landbúnaðar- ins í Noregi var kynnt. Frá þessu verður nokkuð sagt síðar hér í blaðinu. Lífeyrissjóður bænda, Laugavegi 120, sími 2 54 44. ^ ^ÖLr\3 G-vara er mjólkurvara sem geyma ma 12 manuði ánkælingar. Það kemur sér víða vel. FREYR — 351

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.