Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 29

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 29
Jón Ragnar Björnsson, Framleiðsluráði landbúnaðarins: Er framtíð í framleiðslu páskalamba? Ýmsir hafa velt því fyrir sér, hvort það sé ný hagfræði, sem markaðsnefnd landbúnaðarins boðar með framleiðslu páskalamba. Pessi framleiðsluaðferð hlýtur að vera mun dýrari en hefðbundin framleiðsla okkar, sem þó aðeins skilar hluta kostnaðarverðs í útflutningi. Segja má, að tvenns konar verð sé á lambakjöti á erlendum mörk- uðum. Annars vegar verð á nýju kjöti. Hins vegar á frystu kjöti. Verð á nýju kjöti er yfirleitt tölu- vert hærra en á frystu og breytilegt yfir árið. Hæst í ársbyrjun og fram á vor, þegar ný framleiðsla fer að koma á markaðinn, lægst á haust- in, þegar framboðið er mest. Páskalambaát er sérstakt fyrir- brigði, tengt páskum eins og nafnið gefur til kynna. Talið er, að þessi siður eigi upphaf sitt að rekja til brottfarar Gyðinga frá Egypta- landi. Þessi siður þekkist nú meðal ýmissa þjóða. Vinsælast er að grilla heila kroppa yfir opnum eldi, og menn vilja greiða vel fyrir þessa vöru til að geta boðið til veglegrar páskaveislu. Það var ákveðið fyrir rúmu ári að gera tilraun með framleiðslu páskalamba í samvinnu við danska samvinnufyrirtækið DAT Schaub og Irma. Ýmsir voru vantrúaðir á, að lömb alin á þessum tíma væru yfirleitt mannamatur. En eins og fram kemur í grein Ólafs Dýr- mundssonar þrifust páskalömbin ákaflega vel. Ástæða þótti til að gefa mönn- um kost á því hér að bragða á þess- ari afurð. Var haldin kynning á páskalambi í samvinnu við Hótel Sögu, og um 70 manns komu til að bragða á kjötinu. Til samanburðar var boðið upp á kjöt af nýslátruðum gemlingi og fryst kjöt frá sl. hausti, sem var af um 10 kg skrokk. Gestirnir voru beðnir að gefa einkunnir fyrir kjötið. Skalinn, sem var notaður, var frá 0—5 (5 best). Menn biðu úrslitanna með eftir- væntingu, en í ljós kom, að kjötið af páskalambinu og gemlingnum hlaut sömu meðaleinkunn (3.84), en frysta kjötið 2.91. 35 föll voru send flugleiðis til Kaupmannahafnar mánudaginn fyrir páska. Búvörudeild Sam- bandsins hafði samið um verðið, og var það 525 d. kr. á skrokk, eða um 52 d. kr. á kíló, komið til Hafnar. Til samanburðar er sölu- verð á frystu kjöti til Danmerkur um 12 danskar kr. Árangur af þessum útflutningi kom því miður ekki í ljós, því verslanir Irma voru lokaðar vegna verkfalla. Því varð að frysta mest- allt kjötið. Ekki liggur enn fyrir, hvert framhald verður á þessum út- flutningi, en dönsku fyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin til að kaupa 100—200 stk. fyrir nasstu páska. Kjötið bragðaðist vel. En það var flutt beint á „páskamarkað“ í Kaupmanna- höfn. (Ljósm. Ó. R. D.) Þrátt fyrir, að salan mistækist í Danmörku, tel ég þessa tilraun mjög mikilvæga. Hún sýnir, að mögulegt er að framleiða fyrsta flokks dilkakjöt utan hefðbundins framleiðslutíma. Enda þótt dýrara sé að framleiða kjötið á þennan hátt, kemur mun hærra söluverð á móti. Útflutningur á frystu dilkakjöti verður alltaf erfiður, meðan við þurfum að keppa við þjóðir eins og Nýsjálendinga. Þess vegna er vert að gefa gaum þeim möguleikum, sem kunna að vera fyrir hendi í framleiðslu og útflutningi á fersku kjöti að vetrarlagi. FREYR — 343

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.