Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 15
Bændur skrifa byggðasögu Viðtal við Jón Guðmundsson á Fjalli Skeiðin eru sveit láglend og jafnlend utan það, að Vörðufell rís við enda sveitarinnar, og eru nokkrir bæjanna í skjóli þess. Fjall á Skeiðum er einn þeirra. Þar bjó áður Ófeigur ríki, er um getur í Heljarslóðarorr- ustu Gröndals, því frá honum var komin ein af mikilvægustu flíkum í hervoðum keisarans, — duggarabandspeysan mikla. Ófeigur, sem var gildur bóndi og fjáraflamaður mikill, mun eiga sér marga afkomendur í sveitinni og víðar. Nú situr á Fjalh bóndi, sem þekktur er fyrir fræðistörf og bókasöfnun fremur en búskapar- eða fjáraflaumsvif. Jón Guðmundsson býr á Fjalli hálfu ásamt systur sinni. Það er myndarlegt og staðarlegt heim að líta að Fjalli. Bærinn stendur á htlum hjalla við rætur Vörðufellsins, og þegar heim er komið, er búsældarlegt og fagurt að líta yfir Skeiðin. Hvítá er á hægri hönd, þar sem hún rennur í boga frá Vörðufelli og upp að Hestfjalli í Grímsnesi. Þar þrengja Þjórsárhraun, undirlag Skeiðanna, að henni. Af þeim þrengingum myndast þau flóð eða sú uppistaða, sem tíðum hefur leitt til þess, að Skeiðamenn hafa orðið að fara á bátum til gegninga eða milli bæja. Það var laugardaginn fyrir páska, að við heimsóttum Jón á Fjalli með viðtal fyrir Frey í huga. Eftir að hafa litið yfir víð lönd og fögur af hlaðinu og hlýtt á lýsingu á landslagi og staðháttum, var gengið til bæjar og fljótlega farið að festa viðtal á blað. Ert þú upprunninn hér? Ég er fæddur hér og uppalinn og 1902. Faðir minn, Guðmundur björg Jónsdóttir, var frá Holti í hef alla mína ævi átt heima hér. Lýðsson, var frá Hlíð í Gnúp- Stokkseyrarhreppi. Þau bjuggu Foreldrar mínir fluttu hingað verjahreppi, en móðir mín, Ingi- hér í 52 ár. FREYR — 329

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.