Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 16

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 16
Jörðin er þekkt sem ríkismanna- býli. H vað var það, sem gerði hana það? Það er alveg rétt. Þetta hefur alltaf þótt góð jörð, og er fyrst og fremst fyrir það, að hér voru ákaflega góðar slægjur. Áður en túnræktar- byltingin mikla hófst, eru sagnir um, að hér hafi verið heyjaðir á þriðja þúsund hestar. Það var á engjunum hér niður með Hvítá. Landið er þar það lágt, miðað við ána, og hún flæðir oft yfir það í árflóðum, sem svo eru nefnd, og þá ber hún mikil frjóefni á landið. Það er greinilegt, að sprettan er betri, þegar árflóðin eru tíð. Eru þetta gulstararengjar? Það er hvort tveggja, gulstarar- engjar og valllendi. Er það ekki rétt hjá mér, að hér hafi Ófeigur á Fjalli búið, sem um getur í Heljarslóðarorrustu? Jú, hann bjó hér og mun hafa verið einhver umsvifamesti bóndi á Suðurlandi á sinni tíð. Hann var hér fæddur og uppalinn. Fæddur 1790 og dáinn 1858 ogbjó hér um 40 ár. Hann þótti ákaflega hygginn bóndi og var mikill ráðamaður hér í hreppnum. Voru ekki laxveiðihlunnindi hér? Jú, það er nokkur laxveiði í Hvítá. Að vísu er hún hér svo afskaplega breið, að það er erfitt að stunda lagnetaveiði. En á meðan ádráttur var stundaður, þá var oft veitt vel hér, og það var talið til hlunndinda. Þú varst að lýsa því fyrir mér úti á hlaðinu, hvernig hér getur orðið umhorfs á láglendinu, þegar mest flóð eru í ánni. Viltu segja nánar frá því og eins frá því, sem þú sagðir, um myndunarsögu sveit- arinnar? „ Það var fyrsta stóra breytingin hér á Skeiðunum þegar Skejðaáveitan kom“. Það eru þessi svokölluðu árflóð hér á Skeiðum. Þau stafa af því, að við suðausturhornið á Hestfjalli eru þrengsli í ánni, og þar er svo mikil fyrirstaða, að þetta verður hrein vatnsmiðlun. Þegar Þjórsárhraunin runnu, hafa þau þrengt ánni vestur að Hestfjalli. Þá hefur sjálfsagt myndast lón hér ofan við hraun- taglið. Síðan hefur áin fyllt í það, þar sem nú eru engjarnar hér fyrir neðan. Landið hér á Skeiðunum hefur breyst ákaflega mikið, þegar Þjórsárhraunin runnu. Landið hefur þá hækkað sennilega víðast hvar um 20—30 metra. Eftir að hraunið er storknað, má segja, að árnar taki við landmótuninni með framburði sínum, sem fljótlega fyliir í allar lægðir, og skilja þar eftir dýrmæt frjóefni fyrir gróður- inn, sem strax fer að festa rætur. Sérstaklega hefur Hvítá verið stórvirk fyrstu aldirnar við norð- vesturjarðar hraunsins. Því að í lægðinni, sem hefur verið ofan við hraunjaðarinn og náð frá svo- nefndum Bauluósi í Hvítá hér nið- ur á móti Hestfjalli og sjónhend- ingu hér upp undir Vörðufell, er víðast hvar 20—30 metra þykkur framburður. Nú er einnig víðast kominn þykkur jarðvegur ofan á hraunið eða frá eins og upp í þriggja metra djúpur. Enn standa þó einstakir hraunhólar upp úr sléttlendinu, sem eru kallaðir Ket- ilhólar. Hvernig sveit þóttu Skeiðin fyrrum? Sveitineröllláglendogbyggirnæröll á þessu forna Þjórsárhrauni, hér á milli ánna Þjórsár og Hvítár. Áður en farið var að ræsa land og rækta að ráði, þá olli það miklum erfið- leikum, hvað allt var hér blautt að vetrinum og mikið lagðist undir ísa. Skeiðin þóttu því ákaflega rýr sveit. En þetta breyttist með framræslunni og svo ræktuninni. Hefur háttalag vatnanna breyst? Nei, það held ég alls ekki. Það koma aðeins tímabil, þegar rignir lítið, þegar kaldara er, þá er minna um flóðin. Ég get sagt þér sem dæmi um það frá tímabilinu eftir aldamótin. Árið 1906 var ákaflega mikið árflóð, en svo kom ekkert árflóð fyrr en 1930. En á þessu tímabili byggðu menn allir heyhlöðurhérábæjum,enþaðkom svo í ljós, þegar næst kom stórflóð, að þær stóðu svo lágt, að í þær kom allt að meters djúpt vatn, þegar 330 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.