Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1980, Page 13

Freyr - 01.06.1980, Page 13
Dýralœknar þurfa margháttuðum störfum að sinna. Greinahöfundur er hér að svœfa hross. étur. Og enn undirstrika ég, að smitið berst ekki frá kind til kindar. Möguleiki er þó á orma- smiti frá móður til lambs. Þá er talið, að smitefnið (lirfur) berist með mjólkinni. Ennfremur er möguleiki á, að ormalirfur smiti kind, sem gengur í mjög blautu húsi. Ormalirfurnar komast þá í gegnum húðina á fót- um kindarinnar. En með þokka- legum fjárhúsum er þessi smitleið úr sögunni. Með aldrinum öðlast kindin ákveðið ónæmi fyrir ormasmiti. Lömbin og yngra féð er móttæki- Iegast. Ónæmið hjá eldra fénu er þó ekki meira en það, að við óheppilegar aðstæður verður það að engu. Frá ómunatíð hafa íslenskir bændur reynt að forðast ormasmit í sauðfénu. Sem dæmi má nefna fjárhús og beitarhús út um allar jarðir. Síðar er farið að nota ormalyf og ástandið batnar mikið. Nýrri ormalyfin, t. d. fenbendazol (panacur) o. fl., virka einnig á ormalirfurnar, en allt kemur fyrir ekki. T. d. virðast engin lyf virka á ormalirfur, sem liggja í dvala. Og til hvers að gefa góð og dýr orma- lyf, ef svo kindunum er sleppt út á þrælsmitað beitiland strax eftir ormalyfsgjöfína? Hvernig er hægt að ijúfa smit- hringinn? Hvenær á að gefa ormalyf? Og hér skulum við nema staðar og athuga okkar gang. Við skulum reyna að finna út heppilegan tíma til að gefa inn ormalyfið, og við 'skulum reyna að rjúfa smithring- inn kind—ormaegg—lirfa/ gras—kind. Við rjúfum hringinn með því að gefa ormalyf og með því að beita á svæði, sem hafa verið fjárlaus í lengri tíma, t. d. eitt ár. Hérlendis er fyrra atriðið vel þekkt, ormalyf er gefið í tíma og ótíma. Hið síðara, skiptibeitin, þekkist varla. Ég segi, að ormalyf séu gefín í tíma og ótíma. Ég vil þess vegna reyna að benda á, hvenær og hve oft á að gefa ormalyf. Það á að gefa ormalyf að vorinu, annað hvort rétt fyrir sauðburð eða þegar fénu er sleppt á fjall. Hvort gefið er rétt fyrir sauðburð eða þegar fénu er sleppt, fer eftir aðstæðum. Meðan ekki er full- sannað, að nýjustu ormalyfin eins og til dæmis fenbendazol (pana- cur) drepi ormaiirfur á öllum stig- um við inngjöf að haustinu, tel ég snjallast að gefa ormalyfið (t. d. panacur) eins nálægt sauðburði og tök eru á. Þetta er niðurstaða, sem fengin er með tilraunum gerðum 1977 og 1978. Rétt fyrir sauðburð er flesta orma og ormalirfur að drepa (spring rise). Þá er tekið tillit til mögulegs ormasmits með FREYR — 327

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.