Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 10

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 10
bæði bústjórn og tilraunum og hafa engan sér við hlið til skrafs og ráðagerða, þegar taka þarf ákvarðanir um einstök atriði í framkvæmd tilrauna. Ég efast um, að enn hafi nokkrum tekist að sinna bæði tilraunum og bústjóm, svo að sómi sé að. Sumum hefur tekist að ná þolanlegri málamiðl- un, þótt hagsmunir búsins og tilraunastarfseminnar rekist oft á. Það má kallast kraftaverk að gera tilraun vel við slíkar aðstæður. Ekki er hægt að fjalla um jarð- ræktartilraunir á íslandi án þess, að getið sé Bændaskólans á Hvanneyri. Á Hvanneyri hefur skapast traustari hefð í tilrauna- starfseminni en annars staðar á landinu, og þar hafa löngum bestu tilraunirnar verið gerðar, allt frá því tilraunastarfsemi hófst þar árið 1955. Vissulega má þakka það framlagi einstakra manna, hve vel hefur tekist. Meginástæðuna tel ég þó vera, að þar hafa jafnan fag- lærðir menn getað unnið saman að tilraunum án þess að eiga sífelldar búrekstraráhyggjur yfir höfði sér. Þess er skylt að geta, að tilrauna- starfsemin á Hvanneyri hefur alla tíð verið í nánum tengslum við aðra tilraunastarfsemi í landinu. Ef til vill væri vænlegt til árangurs að ætla Hvanneyri meiri hlut í for- ystu tilraunastarfseminnar. Fjölgun faglærðra manna á til- raunastöðvunum er lífsspursmál. Að vísu mætti reka jarðræktartil- raunir með góðum árangri án tengsla við búrekstur. Með því móti mætti að líkindum spara nokkuð í rekstri og starfskraftar tilraunastjórans nýttust tilrauna- starfseminni til fulls. Hins vegar þarf búrekstur að fara fram á til- raunastöðvunum, ef nýta á sömu stöðvarnar til tilrauna með búfé eða tilrauna með aðgerðir í bú- rekstri (búskapartilrauna). Þegar starfslið stöðvanna hefur verið eflt, verður unnt að taka til við endurnýjun á tilraunatækni, sem hefur lítið verið endurbætt frá því á sjöunda áratugnum. Með bættri tilraunatækni má auka verulega afköst í ýmsum verkþátt- um og jafnframt skila betra verki. Með því móti aukast afköst til- raunastarfseminnar í heild, en um leið verður hún minna háð bú- rekstrinum um mannafla á anna- tímum, sem oft ber upp á sama tíma í búskap og tilraunum. Mestu máli skiptir þó e. t. v., að meiri tími gefst til að hafa vakandi auga með tilraununum, og þar af leiðandi verða gerðar betri tilraunir en áður. Annar kostur til eflingar stöðv- unum er aukin þátttaka ráðunauta í starfinu, enda er ástæða til, að rannsóknastarfsemin tengist leiðbeiningaþjónustunni nánari böndum en nú er. Ráðunautar hafa að vísu oft átt aðild að fram- kvæmd tilrauna á bændabýlum, en að auki ættu þeir að fá tækifæri á búum tilraunastöðvanna til að reyna í framkvæmd ýmsar nýjung- ar í búskap, t. d. grænfóðurræktun og nýtingu, endurræktun og sáð- skipti. Fjölgun faglærðra manna á til- raunastöðvunum gefur tækifæri til aukinnar þátttöku tilraunastjór- anna í úrvinnslu á tilraunastöðv- unum. Bjami Guðleifsson hefur fært ágæt rök fyrir kostum þess. Hins vegar er það misskilningur, sem kemur fram hjá Bjarna og ennþá greinilegar hjá Játvarði Jökli, að unnt sé að færa starfslið af Keldnaholti út á tilraunastöðvarn- ar. Það mundi í rauninni jafngilda því, að öll vinna í þágu tilrauna- starfseminnar á Keldnaholti yrði lögð niður, nema öðrum verksvið- um yrði fórnað. Þvert á móti kallar aukin starfsemi á tilraunastöðvun- um á aukna starfsemi á Keldna- holti, bæði efnagreiningaþjónustu og ýmsa aðra rannsóknastarfsemi, sem þarf að haldast í hendur við tilraunastarfsemina, ef hún á ekki að missa fræðilega fótfestu. Áður var vikið að nauðsyn samræmingar til þess, að tilraunastarfsemin skili sem mestum árangri. Erfitt er að hugsa sér annað en tilraunastarf- semin eigi sér höfuðstöðvar, sem veiti henni forystu og annist ýmsa úrvinnslu og þjónustu. Þessar höf- uðstöðvar eru á Keldnaholti og munu að líkindum verða þar áfram. Hins vegar valda þær illa þessu hlutverki eins og er. Á því þarf að ráða bót. „ ... annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið". Tilraunastarfsemin er nú stödd í þeim öldudal, að hún mun veslast upp, verði ekki gert átak henni til framdráttar. Ég hygg, að með til- tölulega hóflegri fjárveitingu, t. d. 30—40 milljónum króna á ári umfram það, sem þarf til að halda í horfinu, mætti stórauka, jafnvel tvöfalda árangur tilraunastarf- seminnar. Þessi fjárveiting þyrfti að skiptast á tilraunastöðvarnar og Keldnaholt. Forsenda þess, að aukin fjárveiting skili slíkum ár- angri, er, að ráðið verði í sérfræð- ingsstöðu á Keldnaholti, sem nú er laus, þegar hæfur maður fæst til starfsins. Þessum sérfræðingi yrði falin forysta tilraunastarfseminn- ar. Jafnframt kæmi frekari skipu- lagsbreyting til greina. Endur- skipulagning án fjárveitingar vœri hins vegar unnin fyrir gýg og tímasóun ein. Ég ætla ekki að ræða þær hug- myndir, sem hefur bryddað á, um fækkun tilraunastöðva eða skerð- ingu fjárveitinga til þeirra. Það væri efni í aðra grein. Forsenda þess væri, að þekking vor væri nú þegar svo vel grundvölluð, að ekki þyrfti þar um að bæta. Ég hef raunar rætt þetta nokkuð framar. Því til viðbótar skal bent á, að sú þekking, sem þegar hefur verið 324 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.