Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 20

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 20
„Ola Sköyen“ er táknpersóna sýningarinnar. íhvertsinn er valinn sveitastrákur til að komafram á sýningunni sem tákn hinnar gömlu og grónu bú- og sveitamenningar. Frá Landbúnaðarvikunni í Osló 11.—17. febrúar Flestar þjóðir, sem einhverja rækt leggja við landbúnað sinn og vilja framfarir í búskaparháttum, telja það mikilvægt að halda landbúnað- arsýningar reglulega. Venjulega er þetta árlegur viðburður, og meðal stærri þjóða eru þær fjölmargar og sumar mjög stórar. Norðmenn hafa e. t. v. þjóða minnst af slíkum sýningum og enga verulega stóra. Þar er þó haldin ein mjög athyglisverð sýning annað hvert ár. Sýningin og það, sem fer fram í kringum hana, nefnist Land- búnaðarvikan (Landbruksveka) og hefur til þessa verið í Osló í stórri sýningarhöll inni í miðri borginni. Þó að höll þessi sé allrúmgóð og nokkurt rými í kringum hana, þykir staðurinn nú orðið setja sýningunni allt of þröngar skorður. Annað, sem einkennir þessa sýningu, er, að hún er jafnan haldin um hávetur og vegna þess og plássleysisins eru ekki tök á að sýna ræktun og gróður, og búfjársýningin takmarkast nánast við „sýnishorn“ einstakra búfjártegunda. Meira en sýning. En Landbúnaðarvikan er meira en sýning, eins og nafnið getur gefið til kynna er hún vika landbúnað- arins. Allsherjar umræðu- og fundavika um landbúnaðarmál. Við setningu eru fluttir yfirlitsfyr- irlestrar um eitthvert af þeim mál- efnum landbúnaðarins, sem efst eru á baugi. Síðan eru alla dagana haldnir fyrirlestrar og umræðu- fundir um fagleg og félagsleg efni. Þessir fundir fara fram í tveimur til þremur sölum, skálum, sem reistir hafa verið við hlið hallarinnar, og eru þeir öllum opnir. Þarna koma bændur, starfsmenn landbúnað- arstofnana, nemendur bændaskóla og háskólanemar í búfræði, svo og þeir borgarbúar, sem áhuga hafa á að kynnast málefnum landbúnað- arins, til að fylgjast með og taka þátt í umræðunum. Auk þessa hefur sú hefð skapast, að fjölmörg landssamtök, sem tengd eru landbúnaði (þóekki þau allra stærstu eins og Norges bondelag), haldi aðalfundi sína þessa viku í Osló. Þó að þröngt sé orðið um sýn- inguna og öll fundahöldin inni í miðri Osló, telja þeir, sem að þessu standa, tíma og stað fylgja þann kost, að með þessu fyrirkomulagi skapist meiri tengsl milli landbún- aðarins og borgarbúanna. Það mun til dæmis mjög algengt, að bekkir úr barna- og unglingaskól- um heimsæki sýninguna í hópum auk þess, sem börn, sem ekki fá tækifæri til að fara með skóla sínum, draga tíðum foreldra sína með sér til að sjá dýr og vélar og þá skapast einnig samband. Framhlið sýningarhallarinnar með mynd af tákni hennar „Ola Sköyen Ólafur konungur kemur til setningar sýningarinnar. Det Kongelige Selskap for Norges Vel stendur fyrír Landbúnaðar- vikunni. í Noregi hefur starfað í hátt á ann- að hundrað ár félag með því virðulega nafni Det Kongelige Selskap for Norges Vel, sem ef til vill mætti kalla á íslensku Kon- unglega, norska framfarafélagið. Eins og nafnið bendir til, var það í upphafi stofnað til þess að vinna að alhliða framförum í landinu, og var því þá ekkert norskt framfaramál óviðkomandi. Meðal annars var það fyrir þess tilstilli, að fyrsta háskólanum, Háskólanum í Osló, var komið á fót 1809. Nú um all- langt árabil hefur starfsemi fé- lagsins nær eingöngu beinst að því að vinna að framförum í landbún- aði og öllum hliðargreinum hans, þar á meðal lætur það sig skógrækt, ferðamannaþjónustu bænda og hvers konar byggðamál miklu varða. Því er nú lýst sem óháðu áhuga- eða hugsjónafélagi, sem hefur það að aðalmarkmiði að vinna að framförum og aukinni velferð norsks landbúnaðar og at- vinmigreina, sem honum eru tengdar. Starfsemi félagsins getur þó einnig beinst að öðrum verk- efnum, sem miða að framförum í norsku þjóðlíff, segir enn fremur um tilgang félagsins. Félagið rekur m. a, nokkrar til- raunastöðvar, og er þeirra þekkt- ust grasfræræktarstöðin í Helle- rud, skammt frá Osló, en þangað hefur félagið nýlega flutt aðal- stöðvar sínar, og er nú rætt um, að þar verði á næstu árum komið upp sýningaraðstöðu og Landbúnað- arvikan verði þar í framtíðinni. Af framansögðu ætti að vera ljóst, að það fellur vel að stefnu- málum framfarafélagsins að standa fyrir Landbúnaðarvikunni, 334 — FREYR FREYR — 335

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.