Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 14

Freyr - 01.06.1980, Blaðsíða 14
mjólkinni frá móður til lambs. (Þetta smit er lítið rannsakað, en er líklegast töluvert). Oft er spurt, hvort ekki sé hættulegt fyrir kind og fóstur að gefa ormalyfið svona rétt fyrir burðinn. Því er til að svara, að þetta er hættulaust, en auðvitað verður að fara rólega að fénu og meðhöndla það fumlaust. Að lokinni ormalyfsgjöf á svo að beita fénu á tún, sem fé hefur ekki haft tækifæri til að smita með ormaeggjum. Það er stórfurðulegt, að bændur skuli ekki fyrir löngu hafa skipt túnunum í hólf, þannig að féð gangi á nokkurn veginn smitfríum túnum um og eftir sauðburðinn. Hér er ekki verið að tala um að skipta úthaganum í hólf, heldur aðeins næsta nágrenni fjárhúsanna, þar sem féð gengur þéttast. Ormalyfsgjöf að hausti. í öðru lagi á að gefa ormalyf 12—14 dögum eftir, að féð er tekið á gjöf að hausti, þ. e. í lok nóvember — byrjun desember. Ég miða við aðstæður, sem ég þekki best, — vil taka fram, að þetta þarf ekki að eiga við t. d. Suðurland eða Suðausturland. En það að gefa ormalyfið 12—14 dögum eftir, að féð er tekið, byggist á þeirri álykt- un, að (því miður) féð er yfirleitt farið að leggja af, þegar hér er komið sögu. Það hefur einnig gengið meira og minna á túnum yfir haustið og étið ógrynni orma- lirfa, bæði þeirra, sem hafa orðið fyrir áhrifum frosts, og lirfa, sem eru smithæfar og á fullri leið með að verða kynþroska ormar. Með fóðrun í hálfan mánuð, vaknar hluti af þeim ormalifrum, sem kindin er búin að innbyrða þá er rétti tíminn til að gefa ormalyf. Og þegar hér er komið sögu, þ. e. í lok nóvember- byrjun desember, hafa venjulega verið það mikil frost, að ormasmit á beitilandi er í lág- marki. Kindin er sem sagt búin að innbyrða þær smithæfa ormalirfur, sem hún mun innbyrða fram á næsta vor. Það er ekki eftir neinu að bíða með að gefa ormalyfið. Enda um að gera að gefa það fyrir fengitímann, ormalyfið er ágætur „fóðurbætir“ og við fáum fieiri tvílembdar ær að vori. Hvaða lyf á að gefa? Og þá er spurningin, hvaða orma- lyf eigum við nú að gefa? Ég hefi hér að framan minnst á þróun ormalirfu frá því, að kindin étur hana, þar til við höfum kynþroska orm (þ. e. 3. stigs lirfa til 5. stigs). Nýrri ormalyfin eins og t. d. fen- bendazol (panacur) verka bæði á orma og lirfur (3., 4. og 5. stig). Þetta hefur m. a. verið sannað með tilraunum í Noregi. Tilraunir okk- ar hér á Fljótsdalshéraði gefa sama svar með þeirri mikilvægu undan- tekningu, að lyfin virðast ekki verka að fullu á ormalirfur við inn- gjöf að haustinu. Þess vegna not- um við ódýrari ormalyf að haust- inu og þá t. d. tetramizol. (Tetra- mizoltöflur kosta 70—90 kr. í kindina, eftir því hve stóra skammta við notum). Fen- bendazol (panacur), kostar um 175 kr. á kind, Ribestol um 220, Thibensol um 220. Sem sagt, við gefum ormalyf haust og vor, fen- bendazol að vori, tetramizol að hausti. Þar, sem fé gengur þröngt að vori, á að gefa lömbunum ormalyf, þegar fénu er sleppt. Leitið ráða hjá dýraiæknunum. Ofanskráð er byggt á reynslu minni sem dýralæknis í yfir 20 ár. Engar reglur eru algildar, og það, sem gefst vel austur í Fljótsdals- héraði, þarf ekki að gefast vel ann- ars staðar á landinu. Ég vil þess vegna undirstrika mikilvægi þess, að bændur hafi hverju sinni sam- band við dýralækni sinn um ormalyfsgjöf og varnir gegn iðra- ormum. Dýralæknirinn verður að þekkja aðstæður, eigi árangur að nást. Hér að framan minntist ég á til- raunirgerðar 1977 og 1978. Þess- ar tilraunir voru gerðar á bæjunum Klausturseli og Mælivöllum á Jök- uldal með aðstoð bændanna Aðalsteins Jónssonar og Jóns Hallgrímssonar. Þótt seint sé, færi ég þeim bestu þakkir fyrir aðstoð- ina. Eins og gefur að skilja höfðum við ekki aðstæður til að gera strangvísindalegar rannsóknir. Tilraunir okkar gáfu aðeins í skyn ákveðna hluti. En þessa hluti þarf að rannsaka miklu betur. Því mið- ur hafa allt of fáar „strangvísinda- legar“ rannsóknir verið gerðar á iðraormasmiti hérlendiá. V anmet ég þó ekki á nokkurn hátt þá menn, sem við þær tilraunir hafa unnið, en betur má, ef duga skal. Leiðari. Frh. afbls. 319. hefðu orðið svo miklar í nautgrip- arækt, ef engin nautgriparæktar- félög hefðu verið stofnuð og engar kúaskýrslur hefðu verið haldnar, eða í sauðfjárrækt, ef engin sauðfjárræktarfélög hefðu starfað eða engar slíkar skýrslur verið haldnar um afurðasemi fjárins, sem þau standa nú fyrir. En í jarðræktinni er þessu þannig farið, að hvorki hafa verið starfrækt nein sérstök félög til að vinna að betri og afkastameiri ræktun né neitt hliðstætt skýrslu- hald. Að sjálfsögðu fylgist hver og einn bóndi með því, hvernig hver túnspilda sprettur, og getur dregið af því nokkurn lærdóm. En til þess að hafa full not af reynslunni, þarf að vera hægt að leggja á hana kerfisbundið mat. Væri úr vegi að taka upp hlið- stæða starfsemi til að vinna skipu- lagsbundið að bættri ræktun og viðhöfð hefur verið í búfjárrækt- inni um áratugi? 328 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.